Starfsmannavelta
Sviptingar í veitingabransanum
Síðastliðna daga og vikur hafa verið nokkuð um sviptingar í veitingabransanum, þar sem veitingastaðir hafa hætt, eigendaskipti og fleira.
Jómfrúin og Fjárhúsið
Nokkrar hræringar hafa orðið hjá Hlemmi mathöll, en nú á dögunum hætti Jómfrúin rekstri þar og ætlar sér að einbeita sér að rekstrinum í Lækjargötu.
„Rekstur okkar á Hlemmi hefur verið töluvert þungur og var það eiginlega allt síðasta ár þó að árið í ár hafi verið betra.“
Sagði Jakob E. Jakobsson, framkvæmdastjóri og annar eigandi Jómfrúarinnar, í samtali við mbl.is.
Jómfrúin seldi aðstöðu og leigusamning sinn á Hlemmi til skyndibitastaðarins Fjárhúsið.
Herborg Svana Hjelm og Birgir Rafn Reynisson eigendur Fjárhússins hefja rekstur á Hlemmi í dag og er þetta fimmti staðurinn sem þau opna undir merkjum Fjárhússins.
Í samtali við Matarvef mbl.is staðfesti Birgir að þau hefðu tekið plássið og að planið væri að opna splunkunýjan stað sem yrði í hollari kantinum.
Rabbar barinn lokar
Veitingastaðurinn Rabbar barinn á Hlemmi verður lokað. Eigandi staðarins segir ástæðuna einfalda:
„Það er bara ekki nógu mikið að gera,“
segir Böðvar Lemax, eigandi Rabbar barsins í samtali við visir.is.
Solla selur Birgi Gló
Hjónin Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson hafa selt hjónunum Birgi Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttur 30 prósenta hlut sinn í veitingastaðakeðjunni Gló.
Elías segir að samið hafi verið um það árið 2017 þegar ákveðið var að veitingastaðurinn færi í útrás til Danmerkur að Birgir og Eygló Björk myndu kaupa þau hægt og rólega út.
„Við höfum verið á hlaupum lengi og kominn tími til að slaka á. Félagið er komið i ágætis horf og tækifæri er fyrir nýja aðila til að taka fyrirtækið á næsta stig,“
segir hann í samtali við Markaðinn hjá visir.is.
Bragginn í Nauthólsvík lokar – Nýir rekstaraðilar taka við
Stefnt er að enduropnun hins umtalaða Bragga í Nauthólsvík í næstu viku. Veitingastaður Braggans hefur verið lokaður undanfarnar vikur, eftir að rekstraraðilar Braggans Bar & Bistro sögðu samningi sínum lausum í vor, að því er fram kemur á visir.is.
Í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík segir að NH100 ehf. hefur tekið við veitingarekstri í Bragganum, en fyrri rekstraraðili, Víkin veitingar ehf., sagði upp samningi um rekstur Braggans í vor. Nýir rekstraraðilar hyggjast leggja aukna áherslu á að Bragginn verði félagsaðstaða fyrir nemendur HR og munu eiga náið samstarf við Stúdentafélag HR og bjóða upp á fjölbreytta viðburði í samstarfi við nemendur.
NH100 ehf. er í eigu sömu aðila og hafa séð um rekstur á Nauthóli og matsölunni Málinu í háskólanum, en HR hefur átt í farsælu samstarfi við þau undanfarin ár. Reiknað er með að Bragginn opni að nýju eftir rúma viku.
Nýr veitingastaður í Mathöll Höfða
Veitingastaðurinn Möns er nýr veitingastaður í Mathöll Höfða. Staðurinn býður upp á hádegishlaðborð alla daga.
Bæjarins Beztu hætt á Akureyri
Bæjarins Beztu opnaði sinn fyrsta pylsuvagn á Akureyri í byrjun sumars sem nú er búið að loka.
„Það er leiðinlegt að sjá að það sé ekki markaður fyrir svona vinsælum rétti eins og Bæjarins Beztu pylsum á Akureyri. Við erum þó ennþá opin fyrir því að bjóða upp á Bæjarins Beztu pylsur á Akureyri og hver veit hvort að við byrjum á því aftur einhvern tímann á næstunni,“
segir Barði Þór Jónsson, einn rekstraraðila vagnsins á Akureyri í samtali við kaffid.is.
Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu segir í samtali við visir.is, aðspurð hvort ekki hafi verið hægt að selja Akureyringum pylsur:
„Jú, algjörlega. Við erum ekkert að kvarta yfir því en við ákváðum bara af því að nú er að koma vetur að við ætlum að taka okkur pásu í vetur og svo sjáum við til næsta vor,“
Nýtt hótel – Six Senses Össurá Valley
Hótelið sem Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og athafnamaður, og Áslaug Magnúsdóttir, athafnakona í New York, eru í forsvari fyrir hluti af Six Senses hótelkeðjunni. Fjallað er um hótelið á vef Hospitality Net sem að mbl.is vekur athygli á, en þar sem kemur fram að hótelið opnar árið 2022 og mun bera nafnið Six Senses Össurá Valley og er staðsett í landi Svínhóla í Össurárdal, rétt norðan við Höfn í Hornafirði.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum