Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Svindla á kaldhreinsuðu olíunni

Birting:

þann

Ólífuolía

Saksóknarar á Ítalíu hafa fyrirskipað rannsókn á sjö fyrirtækjum sem framleiða ólífuolíu. Rannsókn á kaldhreinsuðu jómfrúarolíunni þeirra leiddi í ljós að varan var svikin.

Þetta kom í ljós þegar rannsakað var innihald olíunnar, sem alla jafna er kölluð extra virgin eða extra jómfrúarolía. Hún þykir sú besta og vandaðasta sem boðið er upp á. Að því er kemur fram í frétt La Stampa var olía frá tuttugu vel þekktum framleiðendum tekin til skoðunar. Sjö sýni þóttu benda til þess að varan uppfyllti ekki þau skilyrði sem gerð eru til hennar. Þetta er olía frá Bertolli, Sasso, Carapelli, Coricelli, Santa Sabina, Prima Donna og Antica Badia, að því er fram kemur á ruv.is.

Framleiðsla kaldhreinsaðrar jómfrúarolíu er bæði tímafrek og kostnaðarsöm. Því er talið freistandi fyrir framleiðendurna að hafa rangt við, þar sem neytendur eiga erfitt með að greina muninn á ólífuolíu í hæsta gæðaflokki og annarri sem ekki stenst sömu kröfur.

Það eru saksóknarar í Tórínó sem hafa beðið um frekari rannsókn á fyrirtækjunum sjö. Mauritzio Martina landbúnaðarráðherra segir að ráðuneyti sitt fylgist vandlega með þróun mála.

Yfirvöld landbúnaðarmála á Ítalíu lögðu í fyrra hald á ólífuolíu að andvirði tíu milljóna evra sem átti að selja sem kaldhreinsaða jómfrúarolíu en reyndist ekki vera það.

Greint frá á ruv.is

Mynd: úr safni.

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið