Freisting
Sverrir sem ráðgjafi Restaurant Reykjavík í Prag
Sverrir skrifar inn á heimasíðu KM, pistil um veru sína í Prag. Sverrir hefur ferðast töluvert og borðar á flottum veitingastöðum og segir hér frá:
Á sveitasetri ræðismannahjónanna í ´Cejkovice 50 (Maly ísland) sem er um 60 km út fyrir borgina.
Blásið var til gleði í tilefni dagsins og haldin garðveisla þar sem boðið var upp á 5 mismunandi forétti sem voru; túnfisktartar með skarlottulauk, capers og balsamico, klassískur rækjukoktaill, snitta með graflax, köld grænmetis- súpa Gaspacho og kjúklingaspjót velt upp úr andalifrarfrauð á klettakáli, í aðalrétt grillað lambafille penslað með kryddjurtamauki bættu með hvítlauk og skorið fyrir og að lokum var jarðaberjafromage með jarðaberjasósu.
Verður það að segjast að vinna með hráefni hér í Prag er hrein unun og gæðin á mjög háu stigi og svo eru kokkarnir á ressanum fantagóðir og virkilega gaman að vinna með þeim.
Hér í Tékklandi tekur 5 ár að læra kokkinn og sagði Stefan einn kokkurinn að námið skiptist upp í 2 ár á skólabekk og þrjú ár fagleg kennsla og hér senda skólarnir nemendurna út á vinnustaðina sem sé ekkert meistarakerfi.
Ástæða veru minnar í Prag er sú að ég virka eins og ráðgjafi fyrir eldhúsið á Restaurant Reykjavík hjá Þórir, ég hef smakkað alla rétti á matseðlinum og síðan fer ég dýpra í þá rétti sem mér finnst að þurfi breytinga við, síðan er það diskúterað með kokkunum þessar breytingar og hvort þær séu nauðsynlegar út frá bragði og útliti og síðan fylgist ég með hvernig er diskað upp og samræmi það milli vakta.
Einn daginn fór ég með sporvagni til að leita að Hotel Savoy sem er til hér í Prag en það er fyrsta hótelið í Tékklandi sem verður meðlimur að The Leading Small Hotels of the World.( www.hotel-savoy.cz ). Hótelið á ekkert skylt með Savoy í London fyrir utan nafnið, hótelið var upprunalega byggt 1911 í Art Noueau stíl en tekið í gegn 1990, í hótelinu eru 55 herbergi og 6 svítur. Hótelið var þess heiður aðnjótandi á síðasta ári að vera kosið best í flokki Small Luxury World af lesendum Trip Advisor, Travellers´ Choice
( www.tripadvisor.com ), en það eru nokkrar milljónir ferðalanga sem velja á þennan lista.
Í fyrrakvöld fór ég á Alcron veitingastaðinn á Radisson SAS, enginn Gordon á svæðinu en matseðill á boðstólunum með hans nafni. Staðurinn er með 7 borð og 24 sæti, (skyldu sumir fara á flot í þessu eldhúsi) og er einsog smækkuð mynd af Súlnasalnum nema þarna er bogahliðin máluð með listaverkum frá lofti til gólfs í svona Cotton Club stíl og þegar ég fór að spyrja út í matseðillinn þá kom yfirkokkurinn Jírí Stift og mæltist til þess að ég færi ekki í matseðilinn þar sem fiskurinn hefði ekki verið nógu góður á markaðinum og fór svo að hann fékk að ráða hvað ég fékk að borða.
Fyrst var smakk, sem samanstóð af tempurusteiktum spergli og tígrisrækju, red Mullet með ólífutapenade og tómatsúpu með fersku grænmeti og basil olíu, Frekar stór skammtur, og ekkert sérstakt, svo kom Humarbisk með ætiþystlum og Kanada humar bætt með Kampavíni, alveg rosalega bragðgott og fluffy, næst kom Rauðvínsgranit vel svalandi og gott rauðvínsbragð og síðan eini fiskurinn sem honum þótti mér boðlegur var pönnusteikt stórlúða með grillaðari Pólentu, kálfahóstakirtli sáterðum og velt upp úr hnetum og graslauk, petit ratatouille og skelfiskgljáa og smakkaðist þetta bara mjög vel og þegar hér var komið við sögu var ég orðin saddur, (þótt merkilegt kunni að vera) þokkalega sáttur fyrir utan þetta rugl hjá þeim með Gordon Ramsey. Ég hélt að svona bisness væri liðinn tíð.
Hótelið fékk um daginn The Five Star Diamond Award fjórða árið í röð, en þeir sem veita þessi verðlaun eru American Academy of Hospitality and Sciences í New York, ( www.stardimondaward.com ) og sá sem er æðstistrumpur þar á bæ er enginn annar en Donald J. Trump fjárfestir.
Að lokum læt ég seðilinn frá Gordon Ramsey fylgja með
Gordon Ramsey
Summer Menu Degustation
Amuse Bouche
*
Tartare of Diver Scallops topped with Caviar and enhanced with Tomat Essence
*
Or
Sautéed Foie Gras served with Peach Chutney
*
Chilled Pepper & Tomatoe Soup with Crab Coctail
*
Or
Seafood served in Saffron Nage with Carrot Spaghetti
*
Red Wine Granite
*
Cabillaud studded with Herbs with mashed Potatoes,Chantarelles and green Asparagus
Or
Veal Sweetbread pot-au-feu with Cheese Crutons
*
Cherry Soup with Caramel-Balsamice Ice-Cream
Or
Stilton Cheese served with Eggplant caramelized in Port Wine
*
Chocolate Petit Fours with Coffee
Kveðja
Sverrir
Greint frá á heimasíðu KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði