Vertu memm

Pistlar

Sverrir kjaftstopp við Niagarafoss

Birting:

þann

Sverrir Þór Halldórsson matreiðslumeistari

Sverrir Þór Halldórsson matreiðslumeistari

Ráðstefnan hjá kokkaklúbbnum Canadian Culinary Federation (CCFCC), var haldin dagana 31 maí – 3 júní s.l. á hótelinu Renaissance við flugvöll Toronto í Kanada.

Berglind Loftsdóttir, meðlimur í Norðurlandaliði Ungkokka keppti við Kanadíska ungkokkaliðið, en keppnin sjálf var vinakeppni og með í för var meistarinn sjálfur Sverrir Halldórsson og kemur hann hér með pistil og segir sína reynslu af ferðinni að alkunnu snilld.

The Nordic’s  has landed in Toranto.
The Canada|Nordic Junior Culinary Exchange

Mánudagur

Dagurinn byrjaði á að koma sér niður á BSI ( www.bsi.is ) en rútan lagði af stað kl. O5.00 og tók ferðin 45 minútur. Tékkað inn og farið i brekkara, hann var mun betri en fyrir 2 vikum. Flugið gekk vel og 3 timum seinna lentum við á London Heathrow flugvelli, með látum skrensi og punkteringu eins og Snæbjörn myndi segja, hvað er að Icelandair.( www.icelandair.is ) inn komust við og i gegnum tollinn til ad tékka okkur inn aftur seinna, en nú tók Gissur völdin og sagði að hann vildi skoða nýja expressovél sem átti að vera nýkomin i notkun á flugvellinum og löbbuðum við i gegnum öll terminalen og enduðum i no 4, en ekki fundum við vélina, en þar var okkur sagt að hún kæmi ekki fyrr i  haust.

Tékkuðum við inn og hittum alla hina i hópnum,var haldin smá fundur og línur lagðar fyrir ferðina, farið  um borð i jumbó vél frá British Airways,( www.britishairways.com )
Mér á vinstri hönd settist indversk kona sem hafði aldrei komið um borð í flugvél áður, og gaf ég henni strax nafnið „amma curry“, hinu megin sat Berglind og fyrir aftan okkur Gissur.

Flugtakið gekk vel og kursinn tekinn á Toranto og flugtimi áætlaður 7 klst, svo kom að maturinn var  borinn fram , og hvað haldið að amma hafi  fengið sér, auðvitað Rice and Curry og sama fékk Berglind sér svo ég var Indlandi i smátima með karry ilminn útum allt, sjálfur fékk ég mér Sheppards Pi’e og bragaðist það vel, flugið sóttist vel og lentum við á réttum tima i Toronto, inn í flugstöð og í fyrsta tékki var Berglind stoppuð og var passinn skoðaður einsog hann væri gerður úr Gulli, að lokum var honum skilað og haldið áfram í annað tékk en þar lenti ég í „random“ tékki og bent á að fara inn í annað herbergi og gekk röðin frekar rólega og engin loftræsting, allir komust í gegnum tékkið utan einn Rússi sem passinn var tekinn af ekki alveg hljóðlaust og var eins og  að Jack Bauer myndi birtast í öllu sinu veldi og bjarga öllu, en fyrir Rússann var ekkert annað en að fara með næstu vél frá Kanada, eða enda í fangelsi.

Að lokum komst ég út og náði í töskuna hitti þar Gissur og fyrsta sem hann segir, þú ert nú meiri perrinn alltaf að láta tollinn káfa á  þér og hlógum við mikið, út úr flugstöðinni og rúta tekinn á hótelið Renaissance Toranto Airport Hotel ( www.renaissancehotels.com ) en þar skyldi gist. Vel tekið á móti okkur og hótelið stórglæsilegt. Skellti mér í ressann á hótelinu og fékk risahörpuskel á risotto af villihris, villisveppum, snjóbaunum og spergil og var það mjög gott, upp á herbergi til að fara sofa.

Þriðjudagur

Dagurinn tekinn snemma og eftir morgunmat farið upp í rútu og stefnan tekin a vinbúgarð  í Niagra fjölskyldufyrirtæki sem heitir Legends Estates Winery ( www.legendsestateswinery.com ) og fengum við túr um svæðið og var það virkilega fræðandi, í lokin var boðið upp á léttan lunch og var hann bara mjög góður. Áfram og nú haldið að Niagarafossum og er þar var komið, þá var farið út og labbað um og skoðað, var mér að orði við juniorinn frá Halifax að fossarnir væru lika i USA, og hann svarar, ”Sjáðu hinu megin við ánna er Buffalo i Bandarikjum en hérna megin eru Niagarafossar i Canada “og gat eg ekki með nokkru móti toppað þetta, síðan héldum við til Nigara Culinary Institute ( www.nigarac.on.ca ) og þar er skólastjóri Michael Olson sem á ættir að rekja til Íslands.

Skólinn var geggjaður og er ég smeykur um að vinur minn Ragnar Wessman hefði farið á flug hefði hann séð þetta. Haldið var til baka upp á hótel og í  slökun í 1 tima. Farið niður í  bæ á veitingastað sem heitir Alice Fazoolr’s ( www.alicefazoolrs.com ) og þar skyldi borða Dinner, og er mér enn hugleikið afhverju þennan stað og ekki meira um það að segja, heim á hótel og í koju.

Miðvikudagur

Dagurinn tekinn snemma, þaggað niður í maganum og haldið í rútuferð til að skoða búgarð sem ræktar organic grænmeti, og var fyrirlestur sem eigandi hélt yfir okkur virkilega fræðandi og skemmtilega sagt frá, síðan var labbað um og pleisið skoðað, en að því búnu var tekið fram nesti sem hafði verið útbúið um nóttina fyrir þessa ferð, og það get ég sagt ykkur að Roast Beef samlokan sem ég fékk var sú besta sem ég hef smakkað fyrr og síðar og væri það góð hugmynd fyrir Sigga hjá Sóma/Jumbó  að skreppa til Kanada til að læra að steikja roast beef þannig að bragð sé af kjötinu, og hressa svolítið upp vörur fyrirtækisins.

Síðan var farið í Humber Skólann í hóteldeildin sem heitir Albert Schnell/Hilton( www.calendardb.humber.ca ) og eftir að hafa  skoðað deildina, var hafist handa við undirbúning hjá liðunum fyrir morgundaginn og þar hitti maður kanadisku mentorana og komst að raun um að þar á meðal var Albert Schnell í eigin persónu, og ekki síðri Marchel Kretz en þessir tveir eru í guðatölu í kanadískri eldamennsku. Var góður hugur í báðum liðum og ekki var aldurinn milli nemana og mentorana einhver hindrun það hefði frekar mátt segja að þessi teymi hafi unnið saman í nokkur ár en ekki nokkra klukkutíma.

Um kvöldið sátu við sem gestir í Chef of the Year Canada 2007 úrslitunum. Kom mér virkilega á óvart hversu mikill munur var á þessum 4 keppendum í úrslitunum og var mér hugsað hvernig höfðu hinir keppendurnir verið ef þetta voru þeir  4 bestu. Gissur Guðmundsson var einn af dómurunum sem fékk það erfiða verkefni að finna sigurvegarann í þessari keppni. Eftir að úrslit lágu fyrir tóku við Marcus Vonalbrecht tali saman, hress gaur frá Vancouver( www.ccfcc.ca/en/content ) og einn af Kanadisku Mentorunum og  þegar ég sagði honum að sumir diskarnir hefðu næstum grætt mig skellti hann uppúr, og hlógum við dátt að því fram eftir kveldi. Var svo farið í háttinn því snemma skyldi byrja næsta dag.

Fimmtudagur

Allir mættir kl 06°° inn í eldhús í Humber Skóla ( www.humber.ca ) liggur við eins og í hernum og byrjað að undirbúa hádegisverðinn en hvort lið átti að elda 3. rétta seðil fyrir 56 manns og var grunnhráefni í forrétt Hörpuskel og rækjur, í aðalrétt Lax og Lúða og í dessert Súkkulaði, og eftir því sem klukkunni leið tóku réttirnir meira og meira á sig mynd og var byrjað að framreiða á réttum tíma og var sá háttur hafður á að allir sátu við 8 manna borð og á hvert borð fóru 4 diskar frá hvoru liði og þegar keyrsla var búinn þá diskuðu liðin upp fyrir hvort annað og smökkuðu og ræddu mismunandi útfærslur, bragð og útlit og var virkilega gaman að sjá hvað allir voru jákvæðir og samstarfsfúsir og óhætt að segja að þessi hugmynd Gissurs og Jud Simpson hafði heldur betur slegið í gegn og ekki gleyma að gestirnir voru í skýjunum.

Gissur Guðmundsson

Eftir að gestir höfðu borðað matinn voru allir kallaðir fram í svona táknræna verðlaunaafhendingu og í ræðu sem Jud Simpson forseti Kanadisku samtakanna ( www.ccfcc.com ) hélt sagði hann meðal annars að þeir sem höfðu keppt í gær hefðu haft gott af því ef þeir hefðu verið til staðar og fylgst með og segir það svolítið um muninn á gæðum þessa 2 daga. Klukkan 15°° var haldið upp á hótel í smá slökun, um kvöldið var hóf í einum af veislusölum hótelsins, þar sem allir hittust einnig þingfulltrúar, þarna voru fyrirtæki að kynna vörur sínar, gefa smakk bæði í föstu formi og fljótandi og bar það helst til tíðinda að fyrir mér var kynntur einn af þjóðarréttum Kanadamanna en það var lítið hamborgarabrauð fyllt með nautasteik ( Beef in Bun ) sem er skorin í þunnar sneiðar ( heitt ), lagt í brauðið smá piparrót og sletta að soðsósu og viti menn þetta var bara þrælgott, fór snemma upp á herbergi í heimsókn til Disney.

Föstudagur

Eftir mikilvægustu máltíð dagsins mættum við setningu á þingi Kanadísku samtakana, ( www.ccfcc.ca )   þar sem fulltrúar bæði nema og mentora héldu smá tölu um viðfangsefnið og hvernig það hafði gengið og var klappað lengi og vel fyrir þessu framtaki 2 manna sem nú er orðin staðreynd sem komin er til að vera. Eftir það var öllum hópnum smalað saman og nú skyldi Toronto skoðuð, byrjuðum við á því að safnast saman fyrir utan CN turninn, en þaðan skyldi haldið í kína hverfið, en þegar ég fékk að vita hversu langt það væri, þá sagði ég við liðið pantið leigubíl fyrir mig og segið honum hvert hann á að aka og svo býði ég rólegur á þeim stað eftir hinum, þegar bílinn kom ákváðu 2 kanadískar dömur að skella sér með í bílinn svo ég væri ekki einn einhverstaðar í ‘ middle of „nowhere“ og fyrr en varði vorum við kominn á áfangastaðinn, út úr bílnum og staða tekin, önnur daman ákvað að labba á móti þannig að við 2 sem eftir voru löbbuðum í rólegheitum því hitinn var 27 gráður á celsíus, og klukkan um 11°° leitið.

Allt í einu kallar hún á mig og segir að þarna fáist bestu kínversku pönnukökur í borginni og við inn og pöntum, minn ætlaði að vera „cavaliere“ og bjóða dömunni upp á wöfflu en hún aftók það og krafðist að borga fyrir okkur bæði og var ekki laust við að maður yngdist upp um  tugi ára á einu augnabliki og var það ekkert vond tilfinning sem hríslaðist um mig, en vel á minnst vafflan var mjög góð.

Stuttu síðar birtust hin og splittuðu við okkur upp í smágrúbbur og ákváðum að hittast á sama stað eftir klukkutíma og yrði þá farið í turninn mikla ( www.cntower.ca ) upp á 147 hæð og þar var sko útsýni sem segir sex, og enn átti eftir að koma manni á óvart þegar við fórum niður um ca 100 metra á svokallað ‘Glass floor’ en þar er gólfið úr plexigleri og þú horfir niður 342 metra og get ég alveg viðurkennt það að það var svolítið ógnvekjandi sýn.

Þegar allir voru búnir að svala þörfinni að vera hátt uppi var haldið tilbaka upp á hótel því ein veisla beið eftir að vera heimsótt um kvöldið. Klukkan 18°° sharp var lagt af stað í rútum og enginn vissi hvert ferðinni var heitið og eftir um hálftíma akstur var rennt upp að Veðreiðarbraut Toronto borgar ‘ Mohawk Racetrack, ( www.woodbineentertainment.com ) þar inn og upp á 5 hæð og inn í þennan flotta sal með útsýni yfir brautina og kom þá upp í huga mínum svona hafa þeir það sem komast í nýju VIP stúkuna á Laugardagsvelli. Þetta var standandi boð og voru þrjár stöðvar með mat ein með fiskrétti önnur með kjötrétti og þriðja með sætindi og verður það að segjast hér og nú að þarna var fagmennska í fyrirrúmi og allur viðurgjörningur í háum gæðum, var þetta hin besta skemmtun og fór allur hópurinn sæll til baka upp á hótel.

Laugardagur

Byrjað eins og vanalega á morgunverðinum og var réttur dagsins á morgunverðar hlaðborðinu reyktur svínahryggur skorinn fyrir, já þið lásuð rétt en réttur Dagsins í gær var Nautalundir Hollandaise einnig skorið fyrir, kannski að Stebbi og Gunni Kalli á Hilton Nordica taki upp þennan sið , það er aldrei að vita. Eftir matinn var sýnikennsla í ísskurði og var skorinn út svanur og sást það fljótt að þessir gaurar voru ekki að gera þetta í fyrsta sinn, eftir þetta dreifðust menn á hina ýmsu fyrirlestra sem voru í boði fram að hádegi, þá var snæddur Lunch, hlaðborð með fyrirskurði og var ekkert hægt að setja út á það, en svona til upplýsingar þá voru allar máltíðir styrktar af  ýmsum fyrirtækjum.

Eftir hádegi voru fleiri fyrirlestrar en minn maður lokaði sig inn í tölvuherbergi hótelsins og settist við skriftir, og þegar ég er að klára kemur Gissur inn uppstrílaður og spyr hvort ég ætli ekki í dinnerinn, og kvað ég svo vera og fór upp á herbergi til að sjæna mig og fara í balldressið, svo um hálf sjö byrjaði kokteillinn og var skrýtið form á því, þér var boðið upp á fingurfæði en þurftir að borga drykki og sá ég í anda einhvern reyna þetta á Íslandi.

Loks var hleypt inn í salinn og var lítil ísstytta á hverju borði og sagði Albert Schnell mér að myndin inn í klakanum af CN turninum væri gert með laser og væru allir 26 klakarnir nákvæmlega eins, maður segir bara hvað er ekki hægt í henni Ameríku. Svo hófst kvöldverðurinn en það var Kanadíska Landsliðið sem nýkomið var frá Chicago með 2. sætið í farateskinu sem mundi sjá um matinn og ekki laust við að manni hlakkaði til, frekar sjaldgæf tilfinning hjá mér.

Maturinn var flottur, hálf volgur eða kaldur, bragðgóður en þjónustan var borg í Afríku, ég sárvorkenndi Kanadíska liðinu að þurfa að afgreiða mat sem þeir voru búnir að leggja allt í með samansafni af fólki sem vissi minna en ekkert um afgreiðslu á mat, og það er ekki við það að sakast og þetta er ekkert einsdæmi. Ég hef setið 4 svokallaða galadinnera það sem af er árinu, í Lyon, Glasgow, Turku og nú í Toronto og það sem vekur forvitni mína er sú staðreynd að þessar uppákomur eru skipulagðar af matreiðslumönnum fyrir matreiðslumenn en alltaf gleymist þjónustan, þetta jaðrar við móðgun við þá matreiðslumenn sem hafa metnað og dug til að skara fram úr. Fljótlega eftir að dagskrá lauk lét ég mig hverfa hljóðlega upp á herbergi og í háttinn.

Kveðja
Sverrir

Auglýsingapláss

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið