Freisting
Sveppur ógnar þjóðartákni Panama
Banvænn sveppur breiðist út um allt Panama og drepur lífverur sem lifa bæði á landi og í vatni. Sveppurinn gæti útrýmt þjóðartákninu, gylta frosknum.
Sérfræðingur hjá Smithsonian-rannsóknarstofnuninni í Panama telur reyndar að gullni froskurinn hafi verið í verulegri útrýmingarhættu áður en svampurinn hóf innreið sina á vatnsvæðinu en svampurinn geri sennilega útslagið.
Þessi dularfulli sveppur breiðist hratt út samkvæmt skýrslu Háskólans í Suður Illinois. Hann þrífst á húð dýra, lokar henni og kæfir þannig dýrið. Hjá mörgum tegundum froska er skinnið eins og lungu spendýra og ef sveppurinn nær að hjúpa það drepst froskurinn.
Í sams konar rannsókn, sem bar birt í síðasta mánuði í vísindaritinu Nature, var skýringin á útbreiðslu sveppsins rakin til hlýnandi loftslags.
Ekkert er vitað um útbreiðslu gullna frosksins í Panama og því ekki vitað hve lengi hann stenst ásókn sveppsins. Sem áður sagði var hann í hættu fyrir vegna skógarhöggs, mengunar og ræktunar landsins.
Vísindamenn frá Suður Illinois segja að sveppurinn hafi komið til Panama árið 1993 og hafi fyrst greinst í froskum við Karíbahaf í október 2004. Innan nokkurra mánaða hafði hann drepið 57 af 70 tegundum af froskum, körtum og salamöndrum á svæðinu. Sami sveppur finnst víða í heiminum en hann var fyrst greindur í Suður Afríku á fjórða áratug síðustu aldar.
Greint frá á ruv.is
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé