Nemendur & nemakeppni
Sveinar í bakstri þurfa að halda til Danmerkur til að ljúka kökugerð
Kökugerð/Konditori er löggilt iðngrein hér á landi og námi í greininni lýkur með sveinsprófi. Nám í kökugerð í Danmörku tekur um fjögur og hálft ár. Sveinar í bakaraiðn sem vilja öðlast réttindi í kökugerð/konditor þurfa að ljúka sérgreinum kökugerðarfagsins og viðeigandi vinnustaðanámi í greininni til viðbótar sínu fyrra námi.
Viðbótarnám í kökugerð fyrir sveina í bakaraiðn tekur alla jafna eitt og hálft ár. Nám í kökugerð fer fram við ZBC skólann í Ringsted og er hann eini skólinn í Danmörku sem býður nám í kökugerð.
Vakin er athygli á því að dönsk menntamálayfirvöld gera þær kröfur til nema sem stefna að sveinsprófi í kökugerð að þau ljúki, auk skólanámsins, viðeigandi vinnustaðanámi hjá viðurkenndum fyrirtækjum í kökugerð í Danmörku.
Skilyrði til að þreyta sveinspróf í kökugerð í Danmörku er að hafa lokið bæði skólanámi og vinnustaðanámi í greininni hjá viðurkenndu fyrirtæki í kökugerð í Danmörku.
Helstu námsgreinar
Sérgreinar kökugerðarnámsins eru m.a. eftirréttagerð, kökubakstur, konfektgerð, ísgerð, fag- og hráefnisfræði, næringarfræði, framleiðslutækni, þjónusta o.fl. Gerð er krafa um að vinnustaðanám fari fram hjá viðurkenndum fyrirtækjum í kökugerð í Danmörku.
Sjá nánar:
Bliv bager eller konditor. Tag uddannelsen på Sjælland
Det Faglige Fællesudvalg | Uddannelse til Bager- & Konditorbranchen
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or17 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Keppni23 klukkustundir síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin






