Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Sveinar í bakstri þurfa að halda til Danmerkur til að ljúka kökugerð

Birting:

þann

Konfekt - Súkkulaði - Chocolate - Konfektmolar

Kökugerð/Konditori er löggilt iðngrein hér á landi og námi í greininni lýkur með sveinsprófi.  Nám í kökugerð í Danmörku tekur um fjögur og hálft ár. Sveinar í bakaraiðn sem vilja öðlast réttindi í kökugerð/konditor þurfa að ljúka sérgreinum kökugerðarfagsins og viðeigandi vinnustaðanámi í greininni til viðbótar sínu fyrra námi.

Viðbótarnám í kökugerð fyrir sveina í bakaraiðn tekur alla jafna eitt og hálft ár.  Nám í kökugerð fer fram við ZBC skólann í Ringsted og er hann eini skólinn í Danmörku sem býður nám í kökugerð.

Vakin er athygli á því að dönsk menntamálayfirvöld gera þær kröfur til nema sem stefna að sveinsprófi í kökugerð að þau ljúki, auk skólanámsins, viðeigandi vinnustaðanámi hjá viðurkenndum fyrirtækjum í kökugerð í Danmörku.

Skilyrði til að þreyta sveinspróf í kökugerð í Danmörku er að hafa lokið bæði skólanámi og vinnustaðanámi í greininni hjá viðurkenndu fyrirtæki í kökugerð í Danmörku.

Helstu námsgreinar

Sérgreinar kökugerðarnámsins eru m.a. eftirréttagerð, kökubakstur, konfektgerð, ísgerð, fag- og hráefnisfræði, næringarfræði, framleiðslutækni, þjónusta o.fl. Gerð er krafa um að vinnustaðanám fari fram hjá viðurkenndum fyrirtækjum í kökugerð í Danmörku.

Sjá nánar:

Bliv bager eller konditor. Tag uddannelsen på Sjælland

Det Faglige Fællesudvalg | Uddannelse til Bager- & Konditorbranchen

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið