Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Sushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri

Birting:

þann

Majó hjónin

Magnús Jón Magnússon og Jónína Björg Helgadóttir, veitingahjónin sem reka Majó. Mynd: facebook / Majó

Majó, einn besti sushi staður landsins, mun færa sig um set á nýju ári og flytja úr elsta húsi bæjarins yfir í menningarhúsið Hof. Veitingastaðurinn Majó hefur verið staðsettur í Laxdalshúsi um árabil og hefur sérhæft sig í sushigerð við mjög góðan orðstír. Staðurinn er auk þess þekktur fyrir aðlaðandi stemningu, sushi námskeið og girnilega Pop-up viðburði í Eyjafirði og víðar.

Menningarfélag Akureyrar hefur gert samning við rekstraraðila staðarins, bræðurna Magnús Jón og Alexander Magnússyni, Ídu Irene Oddsdóttur og Aðalstein Óla Magnússon um veitingarekstur í húsakynnum Hofs sem hefjast mun á upphafsmánuðum 2026, að því er fram kemur í tilkynningu frá Menningarfélagi Akureyrar.

Áhersla verður lögð á spennandi veitingar, með asískum áhrifum, þar sem sushi leikur stórt hlutverk. Fastagestir Majó, sem og aðrir, geta því haldið áfram að njóta veitinga staðarins  á nýjum stað í hádeginu og á kvöldin, í skammdeginu sem og yfir bjartasta tíma ársins.

Menningarhúsið Hof á Akureyri

Menningarhúsið Hof á Akureyri

„Við erum afar spennt að opna dyr Majó í Menningarhúsinu Hofi á nýju ári og bjóða gesti velkomna með pompi og prakt.

Ný húsakynni gefa okkur skemmtileg tækifæri til áframhaldandi þróunar á þeirri þjónustu sem við veitum, svo sem veitingarekstri á ársgrundvelli, Pop-up viðburðum og áframhaldandi sushinámskeiðahaldi, svo ekki sé talað um móttöku fjölbreyttra hópa sem kallar á ólíkar nálganir í matargerð og þjónustu,“

segja aðstandendur Majó ehf með tilhlökkunarblik í auga.

„Ég fagna því að samningar hafi náðst við þessa flottu og reynsluríku aðila. Þetta er virkilega spennandi nýbreytni hér í Hofi og ég hlakka til samstarfsins.

Um leið vil ég þakka fráfarandi rekstraraðilum H90 fyrir samstarfið síðustu ár og óska þeim velfarnaðar í þeim verkefnum sem við taka hjá þeim,“

segir Eva Hrund Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar.

Formleg opnun Majó verður auglýst í upphafi nýs árs.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið