Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Sushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
Majó, einn besti sushi staður landsins, mun færa sig um set á nýju ári og flytja úr elsta húsi bæjarins yfir í menningarhúsið Hof. Veitingastaðurinn Majó hefur verið staðsettur í Laxdalshúsi um árabil og hefur sérhæft sig í sushigerð við mjög góðan orðstír. Staðurinn er auk þess þekktur fyrir aðlaðandi stemningu, sushi námskeið og girnilega Pop-up viðburði í Eyjafirði og víðar.
Menningarfélag Akureyrar hefur gert samning við rekstraraðila staðarins, bræðurna Magnús Jón og Alexander Magnússyni, Ídu Irene Oddsdóttur og Aðalstein Óla Magnússon um veitingarekstur í húsakynnum Hofs sem hefjast mun á upphafsmánuðum 2026, að því er fram kemur í tilkynningu frá Menningarfélagi Akureyrar.
Áhersla verður lögð á spennandi veitingar, með asískum áhrifum, þar sem sushi leikur stórt hlutverk. Fastagestir Majó, sem og aðrir, geta því haldið áfram að njóta veitinga staðarins á nýjum stað í hádeginu og á kvöldin, í skammdeginu sem og yfir bjartasta tíma ársins.
„Við erum afar spennt að opna dyr Majó í Menningarhúsinu Hofi á nýju ári og bjóða gesti velkomna með pompi og prakt.
Ný húsakynni gefa okkur skemmtileg tækifæri til áframhaldandi þróunar á þeirri þjónustu sem við veitum, svo sem veitingarekstri á ársgrundvelli, Pop-up viðburðum og áframhaldandi sushinámskeiðahaldi, svo ekki sé talað um móttöku fjölbreyttra hópa sem kallar á ólíkar nálganir í matargerð og þjónustu,“
segja aðstandendur Majó ehf með tilhlökkunarblik í auga.
„Ég fagna því að samningar hafi náðst við þessa flottu og reynsluríku aðila. Þetta er virkilega spennandi nýbreytni hér í Hofi og ég hlakka til samstarfsins.
Um leið vil ég þakka fráfarandi rekstraraðilum H90 fyrir samstarfið síðustu ár og óska þeim velfarnaðar í þeim verkefnum sem við taka hjá þeim,“
segir Eva Hrund Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar.
Formleg opnun Majó verður auglýst í upphafi nýs árs.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025







