Freisting
Súpa sem lengir lífið
Áslaugu Traustadóttur, heimilisfræðikennara í Rimaskóla, hefur tekist að auka áhuga unglinga á matargerð svo um munar.
Áslaug Traustadóttir hefur starfað sem heimilisfræðikennari í Rimaskóla í níu ár. Hún kennir heimilisfræði í vali fyrir nemendur í níunda og tíunda bekk og hafa tímarnir notið mikilla vinsælda. Áslaug hlaut nýlega Fjöregg Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands fyrir að auka áhuga ungs fólks á matargerð með nýstárlegum aðferðum. Þegar ég byrjaði voru um tíu krakkar í þessu vali en nú eru þeir um 90,“ segir Áslaug.
Hún segir kokkakeppni innan skólans, sem hún fór af stað með árið 2004, hafa ýtt undir áhuga krakkanna. Í vor stóð hún síðan að Kokkakeppni Grunnskóla Reykjavíkur sem haldin var í Menntaskólanum í Kópavogi. Áslaug segir að draumurinn sé að halda keppnina á landsvísu.
Krakkarnir í Rimaskóla kynnast fjölbreyttri matargerð og nýlega gerðu þau Mexíkó-súpu sem Áslaug segir njóta mikilla vinsælda um þessar mundir.
Hún hefur gengið mann fram af manni að undanförnu en ég veit ekki hver á heiðurinn að uppskriftinni. Í henni er mikið af tómötum en þeir eru gríðarlega hollir og taldir lengja lífið,“ segir Áslaug og bætir við: Við eldum skólaútgáfu af súpunni, bæði svo krakkarnir ráði við hana en líka svo hún samræmist fjárhag skólans. Ostastangir eru svo tilvalið meðlæti.“
Áslaug segist leggja mikla áherslu á að veita krökkunum alhliða þjálfun í öllu sem viðkemur matargerð. Þeir elda jafnt þjóðlegan sem framandi mat, skipuleggja innkaup og sjá um þrif. Auk þess legg ég mikið upp úr því að kenna þeim réttu handtökin. Ég kenni þeim að beita hnífunum rétt og hvernig á að skera og meðhöndla ólík hráefni, enda snýst eldamennskan ekki einungis um að setja innihaldsefnin saman.“ Áslaug segir krakkana mjög áhugasama og veit hún til þess að margir eldi heima við. Það var Fréttablaðið sem greindi frá.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan