Vertu memm

Sigurður Már Guðjónsson

Súkkulaðiskortur yfirvofandi í heiminum

Birting:

þann

Súkkulaði

Súkkulaði gæti orðið rándýr munaðarvara ef fram fer sem horfir

Innan næstu 7 ára stefnir í að kakóbaunir, lykilhráefni súkkulaðis, verði uppurnar vegna aukinnar eftirspurnar sem framleiðendur anna ekki. Við þessu vöruðu sérfræðingar í kakóbaunaiðnaðnum á ráðstefnu sem haldinn var í London um síðustu helgi.

Þeir nefndu meira að segja þá dagsetningu sem þeir telja að muni marka endalok súkkulaðis verði ekkert að gert, það er 2. október 2020. Í hugum margra hljómar þetta sjálfsagt eins og heimsendaspá, að því er fram kemur á mbl.is

Fæða guðanna á þrotum?

Kakótréð (Theobroma cacao) er upprunnið í Suður-Ameríku og voru afurðir þess, kakóbaunir og súkkulaðið, þekktar sem „fæði guðanna“ meðal Maya indíána. Síðan þá hafa sífellt fleiri komist á bragðið, því súkkulaði er í flokki með vinsælustu neysluvörum heims.

En margt helst nú í hendur við að ógna framtíð kakótrésins. Þar á meðal eru loftslagsbreytingar og plöntusjúkdómar, auk þess sem æ fleiri hafa nú efni á því að kaupa sér súkkulaði og er hraður stígandi í eftirspurninni meðal vaxandi millistétta heims.  Tímaritið Scientific American segir frá því að jarðarbúar eyði sem nemur yfir 90 milljörðum Bandaríkjadala í súkkulaði á ári hverju. Í Bandaríkjunum einum er súkklaði keypt fyrir 700 milljónir dala, bara í kringum Valentínusardaginn.  Allt stefnir hins vegar í að eftirspurnin verði umfram framboðið í nánustu framtíð. Gangi þetta eftir er fyrirsjáanlegt að súkkulaði hækki mjög í verði og jafnvel að erfitt verði að koma höndum yfir það.

Fátækt og þrælkunarvinna í kakóbaunaræktun

Eigendur bandaríska súkkulaðiframleiðandans Mars Inc. segjast hafa áhyggjur af því að kakóbaunaframleiðsla sé að festast í vítahring sem enda muni með hruni verði ekkert að gert.

Scientific American segir að vísindamenn vinni að því að reyna að styrkja kakótréð og verja það smitsjúkdómum, m.a. með kynbótaræktun. Auk þess þurfi að fræða kakóræktendur, sem margir eru sárafátækir, og tryggja aðgengi þeirra að áburði.

Rétt er að geta þess að barnaþrælkun er viðvarandi vandamál í kakóbaunaiðnaði Vestur-Afríku, sem stendur undir um 40% af súkkulaðiframboði heimsins. Talið er að yfir 100 þúsund börn starfi við ómannúðlegar aðstæður við ræktun kakótrjáa, flest þeirra á Fílabeinsströndinni.

 

Greint frá á mbl.is

/Sigurður

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið