Axel Þorsteinsson
Súkkulaði strákarnir eru lagðir af stað
Þeir félagar Axel Þorsteinsson bakari & konditor, Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari og Björn Ágúst Hansson matreiðslunemi eru lagðir af stað til Danmerkur.
Axel kemur til með að keppa á þriðjudaginn 18. mars n.k. á norðurlandamóti þar sem hann setur saman súkkulaði listaverk sem er 1.40 metrar á hæð, en keppnin er haldin á matvælasýningunni Foodexpo í Herning og er það Callebaut sem á veg og vanda að þessari keppni. Hans aðstoðamaður er Hinrik og verður með honum í keppniseldhúsinu og sérlegur aðstoðarmaður þeirra er Björn.
Náðum að tala okkur í gegn með allt of stórum kössum, en með hjálp góðra flugfreyja þá komum við þessu i gegn
, sagði Hinrik í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvernig hefði gengið að koma öllu dótinu í gegnum tollinn.
Einnig lögðu af stað heil herdeild af matreiðslumönnum í morgun og verður fylgst vel með þeirra ferðalagi hér á veitingageirinn.is, fylgist vel með.
Myndir: Axel, Björn og Hinrik.
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni22 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann