Axel Þorsteinsson
Súkkulaði strákarnir eru lagðir af stað
Þeir félagar Axel Þorsteinsson bakari & konditor, Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari og Björn Ágúst Hansson matreiðslunemi eru lagðir af stað til Danmerkur.
Axel kemur til með að keppa á þriðjudaginn 18. mars n.k. á norðurlandamóti þar sem hann setur saman súkkulaði listaverk sem er 1.40 metrar á hæð, en keppnin er haldin á matvælasýningunni Foodexpo í Herning og er það Callebaut sem á veg og vanda að þessari keppni. Hans aðstoðamaður er Hinrik og verður með honum í keppniseldhúsinu og sérlegur aðstoðarmaður þeirra er Björn.
- Krossum fingur að komast í gegnum tollinn
- Björn og Axel að pósa
- Axel að fara yfir stöðuna
- Listaverkið er yfir 1.40 metra á hæð
- Það hafðist, að koma öllu dótinu í gegnum tollinn
- úfff.. loksins komnir um borð
Náðum að tala okkur í gegn með allt of stórum kössum, en með hjálp góðra flugfreyja þá komum við þessu i gegn
, sagði Hinrik í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvernig hefði gengið að koma öllu dótinu í gegnum tollinn.
Einnig lögðu af stað heil herdeild af matreiðslumönnum í morgun og verður fylgst vel með þeirra ferðalagi hér á veitingageirinn.is, fylgist vel með.
Myndir: Axel, Björn og Hinrik.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný
-
Keppni2 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu