Sverrir Halldórsson
Suðurströndin | Fyrri hluti | Veitingarýni: Hendur í Höfn og Tryggvaskáli
Þá erum við lagðir af stað í enn eina bununa út fyrir bæjarmörkin og nú skyldi beina athyglinni að suðurströndinni og fyrsti staðurinn var Þorlákshöfn.
Þar er lítið leyndamál sem stofnað var 3. júni 2010, og heitir því frumlega nafni Hendur í Höfn og er Dagný Magnúsdottir eigandi staðarins. Dagný er ekki menntuð í eldamennsku, en með óbilandi áhuga sem sennilega reis og þróaðist sökum þess að matarofnæmi hefur háð fjölskyldunni.
En uppistaða í vinnu hennar er listsköpun og námskeiðshald á þeim vængi, en fellur vel að vera með lítið gallery og kaffihús tengt hvort öðru.
Hér ætlum við að huga að kaffihúsinu, þar er allur matur glútenfrír og lagaður frá grunni og engin auka,- eða hjálparefni notuð í matargerðinni.
Hún er í samvinnu við fiskvinnslufyrirtæki í þorpinu og fær úrvalshráefni hjá þeim og á móti koma þeir með erlenda kaupendur og smakka á vörunum sem þeir hafa hug á að kaupa, komna í góðan rétt með grænmeti sósu og öðru passandi meðlæti og óhætt að segja að þetta samstarf er beggja hagur og helst alla leið á staðnum.
Við fengum fyrst heimabakað brauð með þeyttu smjöri, fersku basilpesto og pesto úr rauðri papriku og bragðið það var alveg magnað og gaf góð fyrirheit um það sem koma skyldi.
Svo kom:
Löguð á staðnum frá grunni og eftir 2- 3 skeiðar horfðu við á hvorn annan gersamlega orðlausir yfir því kröftuga, dýrlega og hreina humarbragð sem var af súpunni. Einnig var fullkomin eldun á humrinuum, þessi réttur algjör snilld og þess virði að keyra til Þorlákshafnar til að njóta.
Á eftir fengum við að smakka á 3 tegundum af kökum, þar af ein osta og var þar alveg það sama upp á teninginn, hreint bragð og svakalega góð og þó svo að það séu lagaðar á sérmáta þá fannst það ekki á bragðinu.
Það er virkilega gaman að upplifa aðila sem eldar mat af köllun og eru ekki að nota einhverjar flýtileiðir, enda uppsker hún samkvæmt því.
Kvöddum við Dagnýju með trega, við vorum alveg til í að vera kostgangarar hjá henni.
Héldum leið okkar áfram en næsti staður var Hveragerði, en þar tókum við hús á Eyjólfi K. Kolbeins yfirmatreiðslumeistara hjá Dvalarheimilinu Ási og áttum gott spjall við hann, síðan lá leiðin á Selfoss.
Þar vorum við með bókaða eina nótt á Selfoss Hostel á Austurvegi ( gömlu Ljósheimar) og fengum við herbergi í kjallaranum, ég lagði mig en Venni fór smá túr um plássið.
Klukkan 18:00 vorum við mættir í Tryggvaskála við Ölfusárbrú en þar skyldi kvöldverður snæddur.
Komum inn og okkur vísað á borð, drykkjarpöntun tekin og sannmælst um að eldhúsið myndi sjá um matinn og kom eftirfarandi:
Mikil vinna lögð í súpuna og bragðgóð en eldpipar finnst mér ekki eins góður og gott leturhumarbragð.
Skemmtileg samsetning á bragði sem tónuðu vel upp á móti hvort öðru, laukurinn flottur.
Frábær eldun á fiski, bankabyggið kom vel út sem og osturinn og smjörið, en þetta daufa bragð leið svolítið fyrir eldpiparinn.
Mjög flott eldun á kjötinu, safaríkt, mjúkt og harmonían í bragði til fyrirmyndar.
Mjög góður ís og góður samleikur, svampurinn var skemmtileg nýlunda og góð.
Yndisleg máltíð í fallegu umhverfi, en leið mest fyrir hálfbágborna þjónustu, þökkuðum fyrir okkur og héldum til koju.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi