Freisting
Styrktarkvöldverður hjá Landsliðinu
Landslið Íslands í matreiðslu býður þér og starfsfélögum þínum að taka þátt í æfingu landsliðsins sem haldin verður í húsi Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík.
Landsliðið leitar eftir styrktaraðilum til að þiggja kvöldverðarboð í góðu yfirlæti á notalegum stað og upplifa einstakan viðburð. Aðeins örfáir einstaklingar og fyrirtæki hafa tækifæri til að upplifa þessa æfingu landsliðsins og styrkja strákanna okkar í leiðinni.
Þriðjudagskvöldið 15. nóvember næstkomandi kl 19.00.
Ath. Takmarkað sætaframboð.
Matseðill kvöldsins
Forréttur
Léttreykt bleikja með skelfisk kokkteil borið fram með hvítbauna mauki, tómat & skelfisksmjörsósu.
Aðalréttur
Rósmarin-ristaðar nautalundir og kálfarúlla Abattis með kartöfluterrínu, fennelsultu & sósu-aroma.
Eftirréttur
Sítrus & hunangs mús með blæjuberjum og heitri súkkulaði köku.
Síðasta æfing var haldin í landsbankanum og tókst einstaklega vel.
Styrktarsætið kostar kr 10.000,- matur og vín innifalið. Verið hjartanlega velkominn! Ykkar styrkur er okkar vopn!
Vinsamlegast snúið ykkur til Daníels Sigurgeirssonar til að taka frá styrktarsæti. Daníel er í síma 862-3155 eða sendið e-mail á [email protected]
Kveðja Landslið Íslands í Matreiðslu & Klúbbur Matreiðslumeistara.
PS: hægt er að leggja styrki inná reikning hjá landsliðinu, númerið er: 513-26-406407 -kt:571091-1199
Fréttatilkynning
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína