Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Stórsýning í Laugardalshöll – Matur og drykkur 2014

Birting:

þann

Laugardalshöllin

Laugardalshöllin

Stórsýningin Matur og drykkur 2014 verður í Laugardalshöll 8. og 9. nóvember næstkomandi. Sýningin verður opin laugardag og sunnudag frá klukkan 10 – 18. Á sýningunni verður sérstakt sýningarsvæði fyrir mat og verður það mjög fjölbreytt með fjölda sýnenda. Bæði stór og gróin fyrirtæki og sprotafyrirtæki með íslenskar afurðir.

Sérstakt sýningarsvæði verður síðan með allskyns kynningum á áfengum og óáfengum drykkjum. Jafnt frönskum eðalvínum og íslenskum heilsudrykkjum. Sýningin verður í alla staði mjög áhugaverð og fjölbreytt, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Aðgangseyrir aðeins kr. 1000 og gildir miði báða dagana og frítt fyrir yngri en 12 ára.  Sýningarstjóri er Ólafur M. Jóhannesson, sem hefur líka stýrt Stóreldhúsafagsýningunum fyrir veitingageirann síðan 2005.

 

Mynd: skjáskot af google korti

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið