Vertu memm

Markaðurinn

Stóreldhúsið fært til 2022

Birting:

þann

Stóreldhúsið

Frá sýningunni árið 2017

Stóreldhúsasýningin hefur verið haldin síðan 2005.  Sýningin hefur verið helsti mótstaður fyrir starfsfólk stóreldhúsa. Var sýningin á dagskrá í nóvember en vegna Kóvít var ákveðið að færa hana til næsta árs.

Við hjá Ritsýn gerðum skoðanakönnun meðal sýnenda og var niðurstaðan sú að meirihlutinn taldi ekki öruggt að halda sýninguna núna í nóvember. Það má teljast öruggt að halda slíka slíka sýningu í nóvember á næsta ári. Okkur hjá Ritsýn þykir þetta afar leitt en þannig er staðan í ár.

Við finnum mikinn meðbyr með Stóreldhúsinu 2022 bæði frá byrgjum stóreldhúsa og veitingafólki. Er ekki að efa að það stefnir í Stórsýningu í Laugardalshöllinni 10. og 11. nóvember 2022. Og sem fyrr er öllu starfsfólki Stóreldhúsa boðið á sýninguna. Er ekki að efa að fjöldi gesta mætir sem fyrr alls staðar að af landinu. Takið dagana endilega frá.

Bestu kveðjur, Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri STÓRELDHÚSIÐ 2022.

Mynd: úr safni

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið