Frétt
STÓRELDHÚSIÐ 2015 – stærsta sýningin til þessa
Það stefnir í að STÓRELDHÚSIÐ 2015 í Laugardalshöll verði stærsta og glæsilegasta stóreldhúsasýningin til þessa. Allt sýningarrými er uppbókað og verða allir helstu birgjar stóreldhúsa með bása og kynningar á svæðinu.
Laugardalshöllin varð fyrir valinu sem sérhannað sýningarhúsnæði þar sem allir sýnendur geta verið saman í einu rými. Þá eru næg bílastæði við höllina og auðveld aðkoma með vörur og þjónustu.
Starfsfólk stóreldhúsa hefur komið víða af að landinu á stóreldhúsasýningarnar í gegnum árin og ekki er vafi á að þessi sýning verður sú áhugaverðasta.
Sem fyrr er frítt inn fyrir starfsfólk stóreldhúsa og um að gera að taka frá sýningardagana fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. október næst komandi. Sýningin verður opin á fimmtudag frá kl. 12.00 til 18.00 og á föstudag frá kl. 12.00 til 18.00.
Allar nánari upplýsingar um STÓRELDHÚSIÐ 2015 gefur Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri [email protected] 587 8825
Mynd: skjáskot af google korti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Markaðurinn7 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn6 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir5 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Keppni7 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis






