Markaðurinn
Stóreldhúsavörur TORO í boði hjá Garra
Vinsældir og úrval stóreldhúsavara TORO hefur farið sífellt vaxandi á undanförnum árum og nú er einnig hægt að panta þær hjá Garra. Í yfir 60 ár hefur TORO sérhæft sig í ljúffengum súpum úr hágæða frostþurrkuðu hráefni.
Fljótlega bættust við sósur og pottréttir bæði fyrir neytendasvið og stóreldhúsasvið og nú framleiðir TORO einnig krafta og jurtir í olíu.
Hér má sjá yfirlit yfir helstu stóreldhúsavörur TORO.
Áhersla á gæða hráefni
John Lindsay heildsala hefur haft umboð fyrir TORO vörurnar hér á landi í meira en hálfa öld og tóku Íslendingar strax ástfóstri við þessar vönduðu norsku vörur. Á síðustu áratugum hefur orðið mikil vöruþróun hjá TORO en margar klassískar vöru eiga sér fastan sess hjá neytendum.
Vörurnar frá TORO innihalda enga pálmaolíu, ekkert MSG og flestar eru án rotvarnarefna, en vegna frostþurrkunar er líftíminn langur. Miðað við sambærilegar vörur innihalda TORO vörurnar lítið salt.
Sjálfbærni og lágt kolefnisspor
TORO gerir fyrirtækjum og stofnunum auðveldara fyrir að velja vörur með lágt kolefnisspor. Árið 2019 hóf TORO samstarf við sænsku rannsóknastofnunina RISE til að mæla kolefnisspor allra vara TORO. Hafi varan lágt kolefnisspor (samkvæmt viðmiðum Sameinuðu þjóðanna – s.s. undir 0,8 kg CO2e, fær hún jarðarmerkið.
Við útreikning er miðað við innihald, flutninga, umbúðir og allt ferlið í framleiðslunni. Kostir frostþurrkunar eru ótvíræðir til að halda kolefnisspori í lágmarki, t.d. ekkert óþarfa vatn í flutningum, hráefnum safnað á uppskerutíma, langur líftími og minni matarsóun.
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni1 dagur síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins








