Markaðurinn
Stóreldhúsavörur TORO í boði hjá Garra
Vinsældir og úrval stóreldhúsavara TORO hefur farið sífellt vaxandi á undanförnum árum og nú er einnig hægt að panta þær hjá Garra. Í yfir 60 ár hefur TORO sérhæft sig í ljúffengum súpum úr hágæða frostþurrkuðu hráefni.
Fljótlega bættust við sósur og pottréttir bæði fyrir neytendasvið og stóreldhúsasvið og nú framleiðir TORO einnig krafta og jurtir í olíu.
Hér má sjá yfirlit yfir helstu stóreldhúsavörur TORO.
Áhersla á gæða hráefni
John Lindsay heildsala hefur haft umboð fyrir TORO vörurnar hér á landi í meira en hálfa öld og tóku Íslendingar strax ástfóstri við þessar vönduðu norsku vörur. Á síðustu áratugum hefur orðið mikil vöruþróun hjá TORO en margar klassískar vöru eiga sér fastan sess hjá neytendum.
Vörurnar frá TORO innihalda enga pálmaolíu, ekkert MSG og flestar eru án rotvarnarefna, en vegna frostþurrkunar er líftíminn langur. Miðað við sambærilegar vörur innihalda TORO vörurnar lítið salt.
Sjálfbærni og lágt kolefnisspor
TORO gerir fyrirtækjum og stofnunum auðveldara fyrir að velja vörur með lágt kolefnisspor. Árið 2019 hóf TORO samstarf við sænsku rannsóknastofnunina RISE til að mæla kolefnisspor allra vara TORO. Hafi varan lágt kolefnisspor (samkvæmt viðmiðum Sameinuðu þjóðanna – s.s. undir 0,8 kg CO2e, fær hún jarðarmerkið.
Við útreikning er miðað við innihald, flutninga, umbúðir og allt ferlið í framleiðslunni. Kostir frostþurrkunar eru ótvíræðir til að halda kolefnisspori í lágmarki, t.d. ekkert óþarfa vatn í flutningum, hráefnum safnað á uppskerutíma, langur líftími og minni matarsóun.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný