Frétt
Stöðva sölu á sveitapaté og innkallað frá neytendum
Hyalin ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Sveitapaté með bragði af svörtum trufflum.
Ástæða innköllunar
Ástæða innköllunar er sú að varan inniheldur ofnæmis- og óþolsvaldana hveiti og heslihnetur án þess að þeir komi fram í lista yfir innihaldsefni á leyfilegu tungumáli. Varan ber merkingar á bæði frönsku og ensku, en ofnæmis- og óþolsvaldarnir koma ekki fram á ensku merkingunum.
Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur sem er hættulegur fyrir einstaklinga sem eru með ofnæmi fyrir hveiti og/eða heslihnetum.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: Godard – Chambon & Marrel
- Vöruheiti: Terrine campagnarde au jus de truffe noire aromatisée
- Geymsluþol: Best fyrir dags. 24/05/2027
- Strikamerki: 3461951001503
- Nettómagn: 180 g
- Framleiðandi: SAS Godard-Chambon & Marrel, BP40072, Route de Salviac, 46300 GOURDON
- Framleiðsluland: Frakkland
- Dreifing: HYALIN, Skólavörðustíg 4a, 101 Reykjavík.
Neytendur sem eiga umrædda voru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í verslun Hyalin við Skólavörðustíg 4a og fá endurgreitt. Varan er skaðlaus þeim sem eru ekki með óþol eða ofnæmi fyrir hveiti eða heslihnetum.
Mynd: reykjavik.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin