Smári Valtýr Sæbjörnsson
Stjórn Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara fundar á Íslandi

F.v. Conny Andersson frá Svíþjóð, Dennis Rafn frá Danmörku, Hafliði Halldórsson og Andreas Jacobsen frá Íslandi, Elisabeth Bryne og Kristine Hartviksen frá Noregi, Ulla Liukkonen frá Finnlandi, Uffe Nielsen frá Danmörku, Magdalena Lilja frá Svíþjóð og Jukka Moilanen frá Finnlandi.
Fulltrúar matreiðslumeistara allra Norðurlandanna sem skipa stjórn Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara (NKF – Nordisk Kokkenchef Fédération) eru staddir á Íslandi þessa helgina til að ráða ráðum sínum varðandi stöðu matreiðslufagsins á Norðurlöndunum. Meðal annars er verið að skipuleggja sameiginlegt Norrænt kvöld sem verður á alþjóðlegri ráðstefnu matreiðslumeistara í Stavanger 2014 þar sem hvert Norðurlandanna leggur til hráefni og kokka frá sínu landi fyrir um 2.000 gesti.
NKF sem var stofnað 1939 eru fjölmenn samtök um 6.000 matreiðslumeistara. Þeim er ætlað að vera vettvangur til að vinna að framgangi matreiðslufagsins á Norðurlöndunum og miðla þannig af þekkingu og reynslu fagfólks milli landanna allra. Meðal stærri verkefna samtakanna er val á Matreiðslumeistara Norðurlandanna sem fram fer í Herning í Danmörku á næsta ári, auk þess er samtökunum ætlað að vera rödd Norðurlandanna í Alþjóðasamtökum matreiðslumeistara. Norðurlöndin hafa í gegnum tíðina náð góðum árangri í alþjóðlegum matreiðslukeppnum enda mikill metnaður samtakanna að fagmenn þeirra taki þátt og sýni það sem Norðurlöndin hafa fram að færa í ný-norrænu eldhúsi. Stjórn NKF verður viðstödd styrktarkvöldverð Kokkalandsliðsins sem haldinn er í Bláa lóninu í kvöld, segir í fréttatilkynningu.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta