Smári Valtýr Sæbjörnsson
Stjórn Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara fundar á Íslandi
Fulltrúar matreiðslumeistara allra Norðurlandanna sem skipa stjórn Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara (NKF – Nordisk Kokkenchef Fédération) eru staddir á Íslandi þessa helgina til að ráða ráðum sínum varðandi stöðu matreiðslufagsins á Norðurlöndunum. Meðal annars er verið að skipuleggja sameiginlegt Norrænt kvöld sem verður á alþjóðlegri ráðstefnu matreiðslumeistara í Stavanger 2014 þar sem hvert Norðurlandanna leggur til hráefni og kokka frá sínu landi fyrir um 2.000 gesti.
NKF sem var stofnað 1939 eru fjölmenn samtök um 6.000 matreiðslumeistara. Þeim er ætlað að vera vettvangur til að vinna að framgangi matreiðslufagsins á Norðurlöndunum og miðla þannig af þekkingu og reynslu fagfólks milli landanna allra. Meðal stærri verkefna samtakanna er val á Matreiðslumeistara Norðurlandanna sem fram fer í Herning í Danmörku á næsta ári, auk þess er samtökunum ætlað að vera rödd Norðurlandanna í Alþjóðasamtökum matreiðslumeistara. Norðurlöndin hafa í gegnum tíðina náð góðum árangri í alþjóðlegum matreiðslukeppnum enda mikill metnaður samtakanna að fagmenn þeirra taki þátt og sýni það sem Norðurlöndin hafa fram að færa í ný-norrænu eldhúsi. Stjórn NKF verður viðstödd styrktarkvöldverð Kokkalandsliðsins sem haldinn er í Bláa lóninu í kvöld, segir í fréttatilkynningu.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit