Freisting
Starfsmönnum fækkað um hátt í 60
Starfsmönnum HB Granda á Akranesi hefur fækkað um hátt í sextíu á rúmu ári frá því fyrirtækið varð til við sameiningu Haralds Böðvarssonar á Akranesi og Granda í Reykjavík.
Starfsfólki í landvinnslu hefur fækkað um 45 eða um þriðjung samkvæmt úttekt Verkalýðsfélags Akraness. Sjómönnum hefur fækkað um átta eða liðlega tíu prósent og ellefu til viðbótar hefur verið sagt upp störfum en lofað öðru plássi hjá fyrirtækinu ef þeir vilja.
Forysta Verkalýðsfélags Akraness segir samdráttinn í starfsmannahaldi fyrirtækisins á Akranesi mun meiri en eðlilegt geti talist og segir Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, að Skagamenn hafi verið niðurlægðir í sameiningunni.
Greint frá á visir.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið