Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Starbucks mætt á Laugaveginn – Myndir

Birting:

þann

Starbucks á Íslandi - Laugavegi 66 í miðbæ Reykjavíkur

Starbucks opnar í fyrsta sinn á Íslandi í dag og er nýja kaffihúsið staðsett á Laugavegi 66 í miðbæ Reykjavíkur. Þar geta viðskiptavinir nú upplifað hina rómuðu Starbucks kaffihúsastemningu sem milljónir manna njóta á hverjum degi um allan heim. Næsta kaffihús verður opnað í miðborg Reykjavíkur á næstu vikum.

Á kaffihúsinu hefur mikið verið lagt upp úr því að bjóða upp á hlýlegt rými þar sem gestir geta notið sín og kynnst fyrsta flokks kaffi Starbucks. Starbucks á Íslandi hefur nú þegar ráðið 16 manna teymi til starfa, sem samanstendur af framkvæmdastjóra, verslunarstjórum, vaktstjórum, stuðningsþjónustu og kaffibarþjónum.

Starbucks á Íslandi - Laugavegi 66 í miðbæ Reykjavíkur

„Það er mér sannur heiður og mikið ánægjuefni að fá að flytja Starbucks upplifunina til Íslands og loksins opna fyrsta kaffihúsið í hjarta Reykjavíkur,“

segir Daníel Kári Stefánsson, framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi.

„Kaffibarþjónarnir okkar hlakka til að deila þekkingu sinni og ástríðu fyrir kaffi með íslenskum viðskiptavinum á fyrsta kaffihúsi Starbucks hér á landi.“

Kaffihúsið var hannað með það að markmiði að skapa hlýlegt og hvetjandi andrúmsloft, svokallaðan þriðja stað milli heimilis og vinnu, þar sem viðskiptavinir geta slakað á, endurnært sig og notið samveru með vinum og fjölskyldu.

Starbucks á Íslandi - Laugavegi 66 í miðbæ Reykjavíkur

Nýja kaffihúsið er staðsett á Laugavegi 66 í miðbæ Reykjavíkur

Á kaffihúsinu á Laugavegi verður boðið upp á allt frá vinsælum kaffidrykkjum á borð við karamellu macchiato og frappuccino með hvítu súkkulaði yfir í svalandi drykki úr Starbucks Refresha™ línunni, að því er fram kemur í tilkynningu.

Til viðbótar við fjölbreytt úrval drykkja býður Starbucks upp á veitingar, allt frá samlokum til sætinda og fer öll framleiðsla fram hér á landi. Viðskiptavinir geta einnig nálgast fjölbreytt úrval af Starbucks varningi, þar á meðal fjölnota bolla og brúsa. Meðal þess sem í boði er má nefna nýútgefna bollann úr línunni „You Are Here Collection – Iceland“.

Starbucks á Íslandi - Laugavegi 66 í miðbæ Reykjavíkur

Starbucks leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og að gefa til baka til samfélaganna sem fyrirtækið þjónar, auk þess að vera leiðandi í sjálfbærni. Fyrirtækið nálgast úrgangsmál á heildrænan hátt og leitast við að minnka sóun á kaffihúsum sínum. Þetta felur meðal annars í sér framtak eins og að bjóða viðskiptavinum 70 króna afslátt ef þeir panta drykki sína í fjölnota bolla eða brúsa.

Um Berjaya Coffee Iceland ehf
Berjaya Coffee Iceland ehf. er dótturfélag í 100% eigu Berjaya Food International, alþjóðlegs arms Berjaya Food Berhad í Malasíu, og hefur leyfi til reksturs Starbucks frá Starbucks Coffee International. Starbucks opnar með stolti sitt fyrsta kaffihús í Reykjavík þann 3. júlí 2025 og færir þannig íslenskum viðskiptavinum hina víðfrægu Starbucks upplifun. Nánari upplýsingar má finna á kaffihúsum Starbucks eða á heimasíðunni starbucks.is.

Um Starbucks
Starbucks Coffee Company hefur frá árinu 1971 lagt ríka áherslu á að afla og rista hágæða Arabica-kaffi á sjálfbæran hátt. Í dag rekur fyrirtækið yfir 40 þúsund verslanir um heim allan og er leiðandi í framleiðslu og sölu á sérvöldu kaffi. Með órofa skuldbindingu við gæði og leiðarstef sitt, töfrar Starbucks fram einstaka upplifun fyrir hvern og einn viðskiptavin í hverjum sopa. Hægt er að koma við í verslun eða heimsækja Starbucks á netinu á about.starbucks.com eða starbucks.com.

Myndir: Anton Brink

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið