Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Staff Kitchen & Bar opnar formlega

Birting:

þann

Veitingastaður á Laugavegi 74 - Staff Kitchen & Bar

Veitingastaður á Laugavegi 74 – Staff Kitchen & Bar Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Fyrir ári síðan var greint frá því hér á veitingageirinn.is að veitingastaðurinn Staff Kitchen & Bar væri væntanlegur á Laugaveg 74 og það var ekki fyrr en nú á dögunum sem að staðurinn opnaði formlega.

Eigendur eru Daníel Örn Einarsson og Snorri Grétar Sigfússon en báðir störfuðu þeir á veitingastaðnum Kol við Skólavörðustíg.

Staff Kitchen & Bar

Tasting Plate – Cured Salmon, beef sashimi..

Matseðillinn er þokkalega stór og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Forréttir og léttir réttir eru súpa dagsins, smáréttaplatti, brauðkarfa, risotto, carpaccio og reyktur lax á verðbilinu 690.- til 2790 krónur. Aðalréttir samanstanda af laxi, plokkfiski, andasalati, hamborgurum, grænmetis hnetusteik, lambaskanka, nautalund svo fátt eitt sé nefnt og aðalréttirnir kosta frá 2.390.- til 5990 krónur sem er 300 gramma nauta ribey. 3ja rétta matseðill er á 6200 krónur.

Staff Kitchen & Bar

Veitingasalurinn á Staff Kitchen & Bar er ekki stór en hann tekur um 35 manns í sæti og er opinn í hádeginu, lokað yfir daginn og opnar aftur klukkan 18:00 og er opinn til 22:00 á virkum dögum og 23:00 á föstudögum og laugardögum.

Matarmyndir: facebook / Staff Kitchen & Bar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið