Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Staff Kitchen & Bar opnar formlega
Fyrir ári síðan var greint frá því hér á veitingageirinn.is að veitingastaðurinn Staff Kitchen & Bar væri væntanlegur á Laugaveg 74 og það var ekki fyrr en nú á dögunum sem að staðurinn opnaði formlega.
Eigendur eru Daníel Örn Einarsson og Snorri Grétar Sigfússon en báðir störfuðu þeir á veitingastaðnum Kol við Skólavörðustíg.
Matseðillinn er þokkalega stór og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Forréttir og léttir réttir eru súpa dagsins, smáréttaplatti, brauðkarfa, risotto, carpaccio og reyktur lax á verðbilinu 690.- til 2790 krónur. Aðalréttir samanstanda af laxi, plokkfiski, andasalati, hamborgurum, grænmetis hnetusteik, lambaskanka, nautalund svo fátt eitt sé nefnt og aðalréttirnir kosta frá 2.390.- til 5990 krónur sem er 300 gramma nauta ribey. 3ja rétta matseðill er á 6200 krónur.
Veitingasalurinn á Staff Kitchen & Bar er ekki stór en hann tekur um 35 manns í sæti og er opinn í hádeginu, lokað yfir daginn og opnar aftur klukkan 18:00 og er opinn til 22:00 á virkum dögum og 23:00 á föstudögum og laugardögum.
Matarmyndir: facebook / Staff Kitchen & Bar
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni24 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir








