Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Staff Kitchen & Bar opnar formlega
Fyrir ári síðan var greint frá því hér á veitingageirinn.is að veitingastaðurinn Staff Kitchen & Bar væri væntanlegur á Laugaveg 74 og það var ekki fyrr en nú á dögunum sem að staðurinn opnaði formlega.
Eigendur eru Daníel Örn Einarsson og Snorri Grétar Sigfússon en báðir störfuðu þeir á veitingastaðnum Kol við Skólavörðustíg.
Matseðillinn er þokkalega stór og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Forréttir og léttir réttir eru súpa dagsins, smáréttaplatti, brauðkarfa, risotto, carpaccio og reyktur lax á verðbilinu 690.- til 2790 krónur. Aðalréttir samanstanda af laxi, plokkfiski, andasalati, hamborgurum, grænmetis hnetusteik, lambaskanka, nautalund svo fátt eitt sé nefnt og aðalréttirnir kosta frá 2.390.- til 5990 krónur sem er 300 gramma nauta ribey. 3ja rétta matseðill er á 6200 krónur.
Veitingasalurinn á Staff Kitchen & Bar er ekki stór en hann tekur um 35 manns í sæti og er opinn í hádeginu, lokað yfir daginn og opnar aftur klukkan 18:00 og er opinn til 22:00 á virkum dögum og 23:00 á föstudögum og laugardögum.
Matarmyndir: facebook / Staff Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi