Freisting
Stærsta grill landsins á flakki
Stórtækir grillarar hugsa sér sjálfsagt gott til glóðarinnar í orðsins fyllstu merkingu þegar þeir sjá stærsta grill landsins, sem er í eigu Landssambands kúabænda en á því er hægt að grilla heilan skrokk af nauti.
„Grillið er búið að flakka um landið í sumar, meðal annars á Hólahátíð,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, en samtökin lána grillið gegn vægu gjaldi. „Það kostar reyndar djöfuldóm að flytja það á milli staða og ekki gert nema með flutningabíl, en við höfum haft þann háttinn á að þeir sem leigja það þurfa aðeins að greiða fyrir að koma því á staðinn. Við tökum ekkert aukalega fyrir.“
Það gefur augaleið að heill skrokkur af nauti mettar marga munna. „Að minnsta kosti 500 manns myndi ég telja,“ segir Baldur. „Vænn skrokkur er 250 kíló á þyngd, þar af helmingurinn kjöt. Þetta hentar því vel á bætjarhátíðir og allar fjölmennar samkomur. Við grilluðum meðal annars á menningarnótt um árið.“ Það kostar hins vegar mikinn undirbúning en þeir sem láta sig hafa það verða víst ekki sviknir. „Við lánuðum grillið austur á Hérað um daginn og mér skilst að þeir hafi verið átján tíma að grilla skrokkinn. Þar áður þurfti hann að hanga í nokkra daga. En fólkið lét afskaplega vel af kjötinu og fannst það virkilega gott,“ segir Baldur sem sjálfur hefur reyndar ekki smakkað kjöt beint af skrokknum.
Þeir sem ætla að halda stóra veislu vilja ekki að neinn kveðji svangur geta haft samband við Landssamband kúabænda og spurt um grillið. „Ég mæli hins vegar ekki með að menn grilli pulsur á því,“ segir Baldur og hlær. „Þær færu að brosa býsna fljótt.“
Greint frá á visir.is
Mynd; art-iceland.com
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt21 klukkustund síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan