Freisting
Stærra Hótel Rangá
Það tók ekki langan tíma fyrir Húskarla ehf. frá Hvolsvelli að bæta heilli álmu við Hótel Rangá á Suðurlandi á dögunum. Hákon Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húskarla, stjórnaði verkinu.
Hann segir það hafa tekið sína menn 54 daga að byggja álmuna frá því að gólfplata hennar var steypt.
Álman er 480 fermetrar og rúmar 10 herbergi í stærð sem tíðkast á fimm stjörnu hótelum auk 73 fermetra svítu. Þrátt fyrir þennan stutta byggingartíma er álman ekki gerð úr forsteyptum einingum, heldur byggð frá grunni á staðnum. Hákon segir að hörkustarfsfólk og góð skipulagning geri svona lagað mögulegt, en smiðir, flísalagningamenn, rafvirkjar og píparar unnu allir að byggingunni í einu.
Friðrik Pálsson rekur Hótel Rangá. Hann segir mikla eftirspurn eftir gistingu á Suðurlandi og kallar eftir auknum metnaði í ferðaþjónustunni. Hann vill hætta að tala um ládeyðutíma í ferðaþjónustu og segir allt árið eiga að vera háannatíma. Vetrartúrismi sé það sem koma skuli. Hann hefur náð góðri nýtingu á herbergjum Hótels Rangár yfir vetrartímann og var með yfir 50% nýtingu síðastliðinn vetur.
Heimasíða Hótel Rangá: www.allseasonhotels.is
Greint frá á mbl.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics