Freisting
Staðfesta að boðið sé upp á gamalt salat

McDonald’s í Japan staðfesti í dag að einhverjir veitingastaðir keðjunnar breyti vísvitandi pökkunartímasetningu á salati sem selt er á stöðunum til þess að geta selt það í lengri tíma en heimilt er.
Hefur fyrirtækið ákveðið að segja upp samningi um viðskiptasérleyfi við Athlete, japönsku fyrirtæki sem hefur viðurkennt að á tveimur af fjórum McDonalds’s stöðum sem fyrirtækið rekur í miðborg Tókýó hafi vísvitandi verið breytt dagsetningum á salati.
McDonald’s, sem mun taka að sér rekstur staðanna sem Athlete hefur rekið, neitar því að þetta hafi ógnað heilsu viðskiptavina og tekur fram að ekki hafi borist neinar kvartanir um veikindi sem rekja mætti til þessa. En það er ekki einungis dagsetningar salati sem er til skoðunar hjá McDonald’s því talið er að einhverjir staðir hafi selt útrunnið jógúrt.
Japanskir veitingastaðir hafa undanfarið legið undir ámæli fyrir að selja útrunna vöru og falsaða. Í tilviki Mc’Donalds var salat sem var orðið tólf tíma gamalt stimplað eins og það hafi verið ferskt. Samkvæmt reglum sem gilda hjá Mc’Donald’s á að henda salati sem ekki er selt innan tólf tíma þrátt fyrir að veitingahúsakeðjan haldi því fram að salatið sé hæft til neyslu í 3 1/2 sólarhring eftir framleiðslu.
Greint frá á Mbl.is
-
Bocuse d´Or15 klukkustundir síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar1 dagur síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni3 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Markaðurinn5 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar





