Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Sono Matseljur “pop up” verða á Götumarkaðnum næstu tvær helgar

Birting:

þann

Sono Matseljur

Sono Matseljur munu bjóða uppá Grænmetis- og vegan meze (smáréttir) þar sem brögð Mið-Austurlandanna mæta harðneskju hinnar íslenskrar náttúru.

Hildigunnur og Silla eru listrænt teymi úr tónlistarheiminum sem eru helteknar af mat. Þær sérhæfa sig í listrænni grænmetis- og veganmatseld í nýlegri matarþjónustu sinni sem þjónar hverskyns matarlöngunum viðskiptavina sinna.

Silla er grasagudda og matselja og hefur kokkað og bruggað seyði um árabil. Matur hennar einkennist af jurtum saman við heilsusamlegan mat sem nærir líkama og sál.

Hildigunnur er þekkt sem Hildigunnur matráður og töfrar fram listrænar grænkera kræsingarnar. Það sem finna má í mat þeirra eru jurtir úr sveitinni sem þær týna, verka og rækta í takti við árstíðarnar sem er þeirra innblástur hverju sinni.

Sono Matseljur verða í mustiskum kjallara Götumarkaðsins Klapparstíg 28-30 (við Hjartatorg þar sem Skelfiskmarkaðurinn var áður) í gullfallegu eldhúsi með yndislegu setuplássi, en ekki ýkja mörgum sætum, svo tryggið ykkur sæti þið sem viljið sitja sem næst Sillu og Hildigunnu.

Annars er pláss á efri hæðinni með bar og öðru gúmmelaði sem má vel blanda saman að vild, og þær munu að sjálfsögðu afgreiða svo lengi sem til er matur.

Skemmtilega blönduð ‘street food’ stemmning í gullfallegu umhverfi.

Opnunartími er eftifarandi:

Mið: 17.00-21.00

Fim: 17.00-21.00

Fös: 17.00-22.00

Lau: 17.00-22.00

Sun: 16.00-20.00

Staðsetning:

Klapparstígur 28-30 (inngangur við Hjartatorg)

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið