Frétt
Sölvi B. eldar miðaldakvöldverð
Í fljótu bragði kynni maður að halda að íslenskur matur á miðöldum hefði verið einfaldur og tilbreytingalítill en svo var ekki. Boðið hefur verið upp á miðaldakvöldverð ásamt staðarskoðun í Skálholti í nokkur ár þar sem hið rétta hefur fengið að koma í ljós; krydduð vín, fiskur, kjöt, grænmeti og fleira gúmmelaði.
Miðaldakvöldverður er eins og gefur að skilja töluvert frábrugðinn hefðbundnum nútímakvöldverði. Engar skeiðar voru til á miðöldum svo gæsasúpan er drukkin úr skál og ekki voru heldur til servíettur svo gestir þurfa að temja sér að þurrka af höndum og munni í borðdúkinn. Starfsstúlkur í búningum í miðaldastíl þjóna til borðs.
Sölvi B. Hilmarsson matreiðslumeistari og meðlimur Klúbbs Matreiðslumeistara tók á móti umsjónarmönnum Landans hjá Ríkisútvarpinu sem fengu innsýn í matarhefð Íslendinga.
Smellið hér til að horfa á þáttinn á ruv.is.
Mynd: skjáskot úr myndbandi.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni2 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri