Frétt
Sölvi B. eldar miðaldakvöldverð
Í fljótu bragði kynni maður að halda að íslenskur matur á miðöldum hefði verið einfaldur og tilbreytingalítill en svo var ekki. Boðið hefur verið upp á miðaldakvöldverð ásamt staðarskoðun í Skálholti í nokkur ár þar sem hið rétta hefur fengið að koma í ljós; krydduð vín, fiskur, kjöt, grænmeti og fleira gúmmelaði.
Miðaldakvöldverður er eins og gefur að skilja töluvert frábrugðinn hefðbundnum nútímakvöldverði. Engar skeiðar voru til á miðöldum svo gæsasúpan er drukkin úr skál og ekki voru heldur til servíettur svo gestir þurfa að temja sér að þurrka af höndum og munni í borðdúkinn. Starfsstúlkur í búningum í miðaldastíl þjóna til borðs.
Sölvi B. Hilmarsson matreiðslumeistari og meðlimur Klúbbs Matreiðslumeistara tók á móti umsjónarmönnum Landans hjá Ríkisútvarpinu sem fengu innsýn í matarhefð Íslendinga.
Smellið hér til að horfa á þáttinn á ruv.is.
Mynd: skjáskot úr myndbandi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin