Frétt
Sölvi B. eldar miðaldakvöldverð
Í fljótu bragði kynni maður að halda að íslenskur matur á miðöldum hefði verið einfaldur og tilbreytingalítill en svo var ekki. Boðið hefur verið upp á miðaldakvöldverð ásamt staðarskoðun í Skálholti í nokkur ár þar sem hið rétta hefur fengið að koma í ljós; krydduð vín, fiskur, kjöt, grænmeti og fleira gúmmelaði.
Miðaldakvöldverður er eins og gefur að skilja töluvert frábrugðinn hefðbundnum nútímakvöldverði. Engar skeiðar voru til á miðöldum svo gæsasúpan er drukkin úr skál og ekki voru heldur til servíettur svo gestir þurfa að temja sér að þurrka af höndum og munni í borðdúkinn. Starfsstúlkur í búningum í miðaldastíl þjóna til borðs.
Sölvi B. Hilmarsson matreiðslumeistari og meðlimur Klúbbs Matreiðslumeistara tók á móti umsjónarmönnum Landans hjá Ríkisútvarpinu sem fengu innsýn í matarhefð Íslendinga.
Smellið hér til að horfa á þáttinn á ruv.is.
Mynd: skjáskot úr myndbandi.
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni7 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles






