Vertu memm

Frétt

Sölvi B. eldar miðaldakvöldverð

Birting:

þann

Sölvi B. Hilmarsson matreiðslumeistari

Í fljótu bragði kynni maður að halda að íslenskur matur á miðöldum hefði verið einfaldur og tilbreytingalítill en svo var ekki.  Boðið hefur verið upp á miðaldakvöldverð ásamt staðarskoðun í Skálholti í nokkur ár þar sem hið rétta hefur fengið að koma í ljós; krydduð vín, fiskur, kjöt, grænmeti og fleira gúmmelaði.

Miðaldakvöldverður er eins og gefur að skilja töluvert frábrugðinn hefðbundnum nútímakvöldverði. Engar skeiðar voru til á miðöldum svo gæsasúpan er drukkin úr skál og ekki voru heldur til servíettur svo gestir þurfa að temja sér að þurrka af höndum og munni í borðdúkinn. Starfsstúlkur í búningum í miðaldastíl þjóna til borðs.

Sölvi B. Hilmarsson matreiðslumeistari og meðlimur Klúbbs Matreiðslumeistara tók á móti umsjónarmönnum Landans hjá Ríkisútvarpinu sem fengu innsýn í matarhefð Íslendinga.

Smellið hér til að horfa á þáttinn á ruv.is.

Mynd: skjáskot úr myndbandi.

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið