Freisting
Snjósleðadeild Freistingar auglýsir
Nú er fyrirhuguð sleðaferð um aðra helgi, 24.-26. mars n.k. Þegar hefur verið bókuð gisting í fullbúnum bústöðum við rætur Snæfellsjökuls, nokkrir sleðarmenn og konur eru komin í hópinn. Áætlað er að leggja í hann um hádegi föstudaginn 24. og ná seinni partinum til þess koma sér fyrir og jafnvel skoða færið á jöklinum. Tveir stórir jeppar eru komnir í hópinn til að skríða upp jökulinn, og þeir sem ekki eiga sleða koma auðvitað með skíðin, brettið, snjóþotuna, jeppann eða bara sjálfan sig og vettlinga til að njóta útsýnisins og félagsskaparins.
Færðin hefur verið fín á jöklinum og mikil umferð fólks uppá jökulinn í vetur sökum snjóleysis annarsstaðar.
Í sömu ferð á að undirbúa skemmtiatriði fyrir árshátíð Freistingar, sem er á næsta leiti og er árshátíðarnefnd í miklum undirbúningi fyrir fundinn 3. apríl þar sem hún leggur fyrir atkvæðagreiðslu tillögur sínar og hugmyndir.
Ennþá er laust pláss í gistingu og í bílum til að ferðast á milli. Vitað er um laust pláss fyrir einn sleða á tveggjasleða kerru og snjósleðadeildin er einnig með kerrur til leigu gegn vægu gjaldi.
Nú er bara að fara í geymsluna og grafa upp snjógallann, góða skapið og skella sér á jökulinn helgina 24.-26 mars. Vinsamlegast skráið ykkur sem allra fyrst, allt áhugafólk um veitingabransann og mótorsport velkomið ! Í pantaða gistingu er úthlutunarreglan: fyrstir koma fyrstir fá !
Halli, s: 6920483
[email protected]
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Keppni5 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Keppni1 dagur síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Myndir frá Miyakodori viðburðinum – Sigurður Laufdal: þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi….
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dóra Svavars endurkjörinn formaður Slow Food – Dóra: Slow Food samtökin sinna hagsmunagæslu allrar matvælakeðjunnar….