Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Snaps opnar nýtt útibú í Mathöllinni á Hlemmi
Veitingastaðurinn Snaps, sem hefur um árabil verið einn vinsælasti bistróstaður Reykjavíkur, er að hefja nýjan kafla í starfsemi sinni. Nýtt útibú verður opnað í Mathöllinni á Hlemmi um miðjan nóvember og mun þar rísa lítið, en metnaðarfullt útibú af hinu klassíska Snaps við Óðinstorg.
Snaps er staðsettur á horni Þórsgötu og Týsgötu við Óðinstorg í miðbænum, þar sem hlýlegt andrúmsloft og franskur bistróstíll mætast. Á neðri hæð staðarins er notalegt rými með sæti fyrir allt að fimmtíu gesti og hefur hann lengi verið í uppáhaldi meðal heimamanna og ferðamanna.
Í samtali við veitingageirinn.is segir Þórir Bergsson,
Í samtali við veitingageirinn.is segir Þórir Bergsson, annar eigandi Snaps, að hugmyndin að nýju útibúi hafi kviknað þegar honum og samstarfsfólki hans var boðið að taka þátt í Mathöllinni.
„Það var haft samband við okkur og okkur boðinn þessi skemmtilegi bás á Hlemmi. Við ákváðum að slá til, við sjáum þetta sem gott tækifæri til að styrkja Snaps enn frekar og fá tækifæri til að vera með smá tilraunaeldhús á Hlemmi sem svo gæti endað á seðlinum á Snaps við Óðinstorg,“
segir Þórir.
Nýja útibúið verður með einfaldari matseðil, en heldur í anda Snaps eins og við þekkjum hann.
„Það verða nokkrir klassískir Snaps-réttir í bland við eitthvað nýtt,“
útskýrir hann og bætir við að markmiðið sé að endurspegla stemningu Snaps á Þórsgötu í nýju og fersku umhverfi.
Þórir segir Mathöllina skapa önnur tækifæri en hefðbundinn veitingastaður.
„Mathöllin er allt annað consept en hefðbundið veitingahús. Þjónusta fer fram yfir barinn og við notum píp-tæki sem lætur vita þegar rétturinn er tilbúinn, en það er líka mikið af sætum við staðinn þannig að gestir eru í mikilli nálægð við okkur.
Undirbúningur fer fram í eldhúsi okkar á Snaps við Þórsgötu, en réttirnir verða fullkláraðir fyrir framan gestinn.“
Á Hlemmi verður einnig boðið upp á snapsa, kokteila og nýjan Snaps Classic bjór af krana. Þá segir Þórir til skoðunar að bjóða upp á náttúruvín í Mathöllinni, sem síðar gætu ratað yfir á hinn upprunalega Snaps.
Opnun Snaps í Mathöllinni á Hlemmi er áætluð um miðjan nóvember, og ef marka má söguna og orð Þóris, er von á nýjum og spennandi kafla í sögu þessa vinsæla bistróstaðar Reykjavíkur.
-
Bocuse d´Or16 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Keppni21 klukkustund síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin








