Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Snaps opnar nýtt útibú í Mathöllinni á Hlemmi

Birting:

þann

Snaps opnar nýtt útibú í Mathöllinni á Hlemmi

Þórir Bergsson

Veitingastaðurinn Snaps, sem hefur um árabil verið einn vinsælasti bistróstaður Reykjavíkur, er að hefja nýjan kafla í starfsemi sinni.  Nýtt útibú verður opnað í Mathöllinni á Hlemmi um miðjan nóvember og mun þar rísa lítið, en metnaðarfullt útibú af hinu klassíska Snaps við Óðinstorg.

Snaps er staðsettur á horni Þórsgötu og Týsgötu við Óðinstorg í miðbænum, þar sem hlýlegt andrúmsloft og franskur bistróstíll mætast. Á neðri hæð staðarins er notalegt rými með sæti fyrir allt að fimmtíu gesti og hefur hann lengi verið í uppáhaldi meðal heimamanna og ferðamanna.

Í samtali við veitingageirinn.is segir Þórir Bergsson,

Í samtali við veitingageirinn.is segir Þórir Bergsson, annar eigandi Snaps, að hugmyndin að nýju útibúi hafi kviknað þegar honum og samstarfsfólki hans var boðið að taka þátt í Mathöllinni.

„Það var haft samband við okkur og okkur boðinn þessi skemmtilegi bás á Hlemmi. Við ákváðum að slá til, við sjáum þetta sem gott tækifæri til að styrkja Snaps enn frekar og fá tækifæri til að vera með smá tilraunaeldhús á Hlemmi sem svo gæti endað á seðlinum á Snaps við Óðinstorg,“

segir Þórir.

Nýja útibúið verður með einfaldari matseðil, en heldur í anda Snaps eins og við þekkjum hann.

„Það verða nokkrir klassískir Snaps-réttir í bland við eitthvað nýtt,“

útskýrir hann og bætir við að markmiðið sé að endurspegla stemningu Snaps á Þórsgötu í nýju og fersku umhverfi.

Þórir segir Mathöllina skapa önnur tækifæri en hefðbundinn veitingastaður.

„Mathöllin er allt annað consept en hefðbundið veitingahús. Þjónusta fer fram yfir barinn og við notum píp-tæki sem lætur vita þegar rétturinn er tilbúinn, en það er líka mikið af sætum við staðinn þannig að gestir eru í mikilli nálægð við okkur.

Undirbúningur fer fram í eldhúsi okkar á Snaps við Þórsgötu, en réttirnir verða fullkláraðir fyrir framan gestinn.“

Á Hlemmi verður einnig boðið upp á snapsa, kokteila og nýjan Snaps Classic bjór af krana. Þá segir Þórir til skoðunar að bjóða upp á náttúruvín í Mathöllinni, sem síðar gætu ratað yfir á hinn upprunalega Snaps.

Opnun Snaps í Mathöllinni á Hlemmi er áætluð um miðjan nóvember, og ef marka má söguna og orð Þóris, er von á nýjum og spennandi kafla í sögu þessa vinsæla bistróstaðar Reykjavíkur.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið