Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Smyglhringur með hrossakjöt upprættur | 26 handteknir fyrir smygl á hrossakjöti

Birting:

þann

Kjöt

Hross eða naut?
Hvert hneykslismálið á fætur öðru, tengt ólöglegri sölu á hrossakjöti, hefur komið upp á undanförnum árum. Nú hefur smyglhringur verið upprættur og von að linni.

Lögregluyfirvöld í sjö löndum handtóku í gærmorgun 26 einstaklinga sem eru grunaðir um umfangsmikið smygl á hrossakjöti. Handtökurnar áttu sér stað í Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Lúxemborg, Þýskalandi, Írlandi og Bretlandi.

Höfuðpaurinn er sagður vera belgískur ríkisborgari og var hann handtekinn ásamt vitorðsmönnum sínum í Frakklandi, að því er fram kemur á vefnum dv.is.

Í frétt Reuters kemur fram að rannsókn málsinshófst árið 2012 og telja frönsk yfirvöld að 4.700 hestum hafi verið slátrað og kjötið, sem á að hafa verið óhæft til neyslu, selt sem nautakjöt til manneldis víðsvegar um álfuna.

Þetta er enn eitt málið sem kemur upp á undanförnum árum, tengt ólöglegri sölu á hrossakjöti. Skemmst er að minnast þess þegar IKEA tilkynnti um hrossakjöt hefði fundist í pylsum frá fyrirtækinu í Rússlandi árið 2013.

Það var dv.is sem greindi frá.

 

Mynd: úr safni

/Sverrir

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið