Sverrir Halldórsson
Smyglhringur með hrossakjöt upprættur | 26 handteknir fyrir smygl á hrossakjöti
Lögregluyfirvöld í sjö löndum handtóku í gærmorgun 26 einstaklinga sem eru grunaðir um umfangsmikið smygl á hrossakjöti. Handtökurnar áttu sér stað í Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Lúxemborg, Þýskalandi, Írlandi og Bretlandi.
Höfuðpaurinn er sagður vera belgískur ríkisborgari og var hann handtekinn ásamt vitorðsmönnum sínum í Frakklandi, að því er fram kemur á vefnum dv.is.
Í frétt Reuters kemur fram að rannsókn málsinshófst árið 2012 og telja frönsk yfirvöld að 4.700 hestum hafi verið slátrað og kjötið, sem á að hafa verið óhæft til neyslu, selt sem nautakjöt til manneldis víðsvegar um álfuna.
Þetta er enn eitt málið sem kemur upp á undanförnum árum, tengt ólöglegri sölu á hrossakjöti. Skemmst er að minnast þess þegar IKEA tilkynnti um hrossakjöt hefði fundist í pylsum frá fyrirtækinu í Rússlandi árið 2013.
Það var dv.is sem greindi frá.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt8 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?