Sverrir Halldórsson
Smyglhringur með hrossakjöt upprættur | 26 handteknir fyrir smygl á hrossakjöti
Lögregluyfirvöld í sjö löndum handtóku í gærmorgun 26 einstaklinga sem eru grunaðir um umfangsmikið smygl á hrossakjöti. Handtökurnar áttu sér stað í Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Lúxemborg, Þýskalandi, Írlandi og Bretlandi.
Höfuðpaurinn er sagður vera belgískur ríkisborgari og var hann handtekinn ásamt vitorðsmönnum sínum í Frakklandi, að því er fram kemur á vefnum dv.is.
Í frétt Reuters kemur fram að rannsókn málsinshófst árið 2012 og telja frönsk yfirvöld að 4.700 hestum hafi verið slátrað og kjötið, sem á að hafa verið óhæft til neyslu, selt sem nautakjöt til manneldis víðsvegar um álfuna.
Þetta er enn eitt málið sem kemur upp á undanförnum árum, tengt ólöglegri sölu á hrossakjöti. Skemmst er að minnast þess þegar IKEA tilkynnti um hrossakjöt hefði fundist í pylsum frá fyrirtækinu í Rússlandi árið 2013.
Það var dv.is sem greindi frá.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag