Sverrir Halldórsson
Smyglhringur með hrossakjöt upprættur | 26 handteknir fyrir smygl á hrossakjöti

Hross eða naut?
Hvert hneykslismálið á fætur öðru, tengt ólöglegri sölu á hrossakjöti, hefur komið upp á undanförnum árum. Nú hefur smyglhringur verið upprættur og von að linni.
Lögregluyfirvöld í sjö löndum handtóku í gærmorgun 26 einstaklinga sem eru grunaðir um umfangsmikið smygl á hrossakjöti. Handtökurnar áttu sér stað í Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Lúxemborg, Þýskalandi, Írlandi og Bretlandi.
Höfuðpaurinn er sagður vera belgískur ríkisborgari og var hann handtekinn ásamt vitorðsmönnum sínum í Frakklandi, að því er fram kemur á vefnum dv.is.
Í frétt Reuters kemur fram að rannsókn málsinshófst árið 2012 og telja frönsk yfirvöld að 4.700 hestum hafi verið slátrað og kjötið, sem á að hafa verið óhæft til neyslu, selt sem nautakjöt til manneldis víðsvegar um álfuna.
Þetta er enn eitt málið sem kemur upp á undanförnum árum, tengt ólöglegri sölu á hrossakjöti. Skemmst er að minnast þess þegar IKEA tilkynnti um hrossakjöt hefði fundist í pylsum frá fyrirtækinu í Rússlandi árið 2013.
Það var dv.is sem greindi frá.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya





