Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Smiðjan Brugghús opnar í Vík í Mýrdal
Í mars mun Smiðjan Brugghús opna í Vík í Mýrdal, að Sunnubraut 15, í húsnæði sem áður hýsti gömlu kaupfélagssmiðjurnar í þorpinu.
Til að byrja með verður aðaláherslan lögð á grillaða hamborgara og sérbruggaða bjóra.

Frá facebook/smidjanbrugghus:
„Það er ekki nóg að vera bara að þróa bjórana, það verður líka að græja borgarana, þessi er líklegur á matseðill (fyrir utan þetta brauð og franskar) Gráðaosta borgari með fullt af beikoni.“
„Við ætlum okkur að vera með lítinn matseðil og svo vera með 10 bjóra á dælum.“
Sagði Sveinn Sigurðsson eigandi í samtali við veitingageirinn.is.
Smiðjan Brugghús tekur 55 manns í sæti og hægt verður að sjá inn í brugghúsið og fylgjast með starfseminni þar.
„Við höfum fundið fyrir miklum áhuga hjá fólki á suðurlandi og hafa margir sýnt áhuga á því að selja bjóra frá okkur. Við viljum geta boðið viðskiptavinum okkar fjölbreytt úrval af bjór og einnig ætlum við að bjóða upp á brugghúsheimsóknir til þess að kynna bæði vöruna okkar og einnig handverksbjóramenninguna á Íslandi sem hefur verið að byggjast hratt upp síðustu árin.“
Þau eru fjögur sem koma að brugghúsinu en það eru þau Sveinn Sigurðsson, Vigfús Þór Hróbjartsson, Vigfús Páll Auðbertsson og Þórey Richardt Úlfarsdóttir. Sveinn og Þórey munu sjá um daglegan rekstur.

Frá facebook/smidjanbrugghus:
„Vöruþróun í fullum gangi, nú er verið að búa til hina fullkomnu BBQ sósu, auðvitað er bjór í henni“
Hvernig kviknaði hugmyndin að opna brugghús í Vík í Mýrdal?
„Hugmyndin af Smiðjunni Brugghús kom upp þegar Vigfús Þór hafði fengið bjórbók í jólagjöf árið 2014 og sendi mér skilaboð á jóladag um hvort við ættum ekki að stofna brugghús í Vík. En ég og Þórey höfðum einmitt verið að stefna að því að stofna okkar eigið brugghús í talsverðan tíma og var ég að vinna að verkefni í mastersnámi mínu í Brand management and marketing communication við SDU í Odense í Danmörku, sem var viðskiptaáætlun fyrir brugghús á Fjóni.
Ég sagði honum í gríni að ég myndi bara þýða það yfir á íslensku þegar ég væri búinn með það og senda honum. Tveim dögum síðar sendi Vigfús okkur teikningu af brugghúsi sem hann var búinn í teikna upp í húsnæði í Vík og við áttuðum okkur á því að hann væri ekki að grínast. Seinna kom í ljós að Vigfús Páll var með svipaða drauma og þá byrjaði boltinn að rúlla.“
Sagði Sveinn hress að lokum, en þau hafa verið dugleg að leyfa fólki að fylgjast með öllu sem hefur verið í gangi hjá þeim á Snapchat (smidjanbrugghus) og Instagram.
Myndir: facebook / Smiðjan Brugghús
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?








