Vertu memm

Frétt

Slippurinn opnar fyrr en vanalega | Gísli: „Það verður mikið um náttúruvín og stuðla að enn betri sjálfbærni en áður..“

Birting:

þann

Slippurinn við höfnina í Vestmannaeyjum

Sumarveitingastaður Slippurinn við höfnina í Vestmannaeyjum þar sem matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson og systir hans Indiana Auðunsdóttir ásamt fjölskyldu þeirra standa að baki, opnar 2. maí næstkomandi og er það fyrr en vanalega. Slippurinn hefur í gegnum árin opnað um miðjan maí.

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara - 6. janúar 2018

Gísli bauð upp á þorsk klumbru á Hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara, 6. janúar 2018 s.l. sem verður nú fáanlegur á Slippnum í sumar.
Þorsk klumbra, hvannarkrem, villisveppa og beltisþaragljái
Mynd: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson ljósmyndari

Nokkrir nýir réttir verða á matseðlinum og má þar nefna sérstaklega réttinn þorsk klumbra með hvannarkremi, villisveppa og beltisþaragljáa.

„Við erum að byggja á grunninum sem við erum búin að skapa síðustu ár en alltaf að reyna að gera enn betur en áður. Það verður mikið um náttúruvín og stuðla að enn betri sjálfbærni en áður, alltaf að reyna að fara enn lengra í staðbundinni matargerð.“

Sagði Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari og eigandi, aðspurður um matseðilinn.

Metnaðarfullur veitingastaður eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi:

SLIPPURINN – 2018

LANGAR ÞIG AÐ KOMA Á SLIPPINN Í MAÍ ?(Horfið á vídjóið í HD)SLIPPURINN opnar 2.maí. Við höfum aldrei opnað svona snemma áður þess vegna langar okkur að bjóða tveimur í 4 rétta með vínum! Við drögum í byrjun maí.Endilega taggið þann sem þið mynduð bjóða og hjálpið okkur að deila þessu vídjói sem lengst! 😉

Posted by Slippurinn on Monday, 23 April 2018

Mynd og vídeó: facebook / Slippurinn

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið