Vertu memm

Freisting

Skötuveislunni í Sønderborg bjargað

Birting:

þann

Mikil skötuveisla hefur verið haldin á Þorláksmessu undanfarin ár á vegum Íslendingafélagsins í Sønderborg í Danmörku. Segja félagsmenn að með útsjónarsemi hafi alltaf tekist að ná nokkrum börðum til bæjarins og fyrir marga er þetta ein aðal staðfestingin á, að jólin séu í nánd og það alíslensk, þótt þau séu haldin á erlendri grund.

Í þetta skiptið var þó lengi vel útlit fyrir að ekkert yrði úr veislunni þar sem illa gekk að útvega veisluföngin. Það léttist þó brúnin á landanum í morgun þegar tilkynning birtist á vef félagsins um að veislan verði haldin á Þorláksmessu að venju.

Á vef Mbl.is kemur fram að veitingarnar nægja aðeins fyrir um 50 manns og er því ljóst að einhverjir verð að láta sér nægja ilminn.

Á heimasíðu félagsins er matseðill veislunnar birtur en hann er eftirfarandi:

Í boði er skata og saltfiskur ásamt rúgbrauði (vonandi íslenzku) og kartöflum. Það er ekki til hamsatólg en við munum bræða smjer með lauk.

Vefur Íslendingafélagsins

Auglýsingapláss

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið