Freisting
Skötuveislunni í Sønderborg bjargað
Mikil skötuveisla hefur verið haldin á Þorláksmessu undanfarin ár á vegum Íslendingafélagsins í Sønderborg í Danmörku. Segja félagsmenn að með útsjónarsemi hafi alltaf tekist að ná nokkrum börðum til bæjarins og fyrir marga er þetta ein aðal staðfestingin á, að jólin séu í nánd og það alíslensk, þótt þau séu haldin á erlendri grund.
Í þetta skiptið var þó lengi vel útlit fyrir að ekkert yrði úr veislunni þar sem illa gekk að útvega veisluföngin. Það léttist þó brúnin á landanum í morgun þegar tilkynning birtist á vef félagsins um að veislan verði haldin á Þorláksmessu að venju.
Á vef Mbl.is kemur fram að veitingarnar nægja aðeins fyrir um 50 manns og er því ljóst að einhverjir verð að láta sér nægja ilminn.
Á heimasíðu félagsins er matseðill veislunnar birtur en hann er eftirfarandi:
Í boði er skata og saltfiskur ásamt rúgbrauði (vonandi íslenzku) og kartöflum. Það er ekki til hamsatólg en við munum bræða smjer með lauk.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan