Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Skor opnar sinn fjórða veitingastað á Glerártorgi
Skor mun opna sérhæfðan pílustað á Glerártorgi á Akureyri í haust. Framkvæmdir eru hafnar og mun staðurinn innihalda 8 pílubása og karaoke herbergi. Mikið er lagt í staðinn.
Skor hóf rekstur fyrir rúmum þremum árum í Reykjavík. Í lok árs verða staðirnir orðnir fjórir talsins, einn í Reykjavík, á Akureyri og tveir í Danmörku. Skor þróar sitt eigið sérhæfða pílukerfi og er því hvergi hægt að spila á því nema á stöðum Skor.
Staðurinn býður upp á bistro matseðil, hamborgara sem innheldur meðal annars tvo 65 gr smassborgara og eru bornir fram keð frönskum og sósu og kosta á bilinu 2.700 og 2.900 krónur.
Einnig eru í boði smærri réttir og til að deila, 10 kjúklingavængi (2.150 kr.), Parmesan franskar (1.500 kr.), laukhringi (1.500 kr.) svo fátt eitt sé nefnt.
Myndir: skorbar.is
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin










