Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Skor opnar sinn fjórða veitingastað á Glerártorgi
Skor mun opna sérhæfðan pílustað á Glerártorgi á Akureyri í haust. Framkvæmdir eru hafnar og mun staðurinn innihalda 8 pílubása og karaoke herbergi. Mikið er lagt í staðinn.
Skor hóf rekstur fyrir rúmum þremum árum í Reykjavík. Í lok árs verða staðirnir orðnir fjórir talsins, einn í Reykjavík, á Akureyri og tveir í Danmörku. Skor þróar sitt eigið sérhæfða pílukerfi og er því hvergi hægt að spila á því nema á stöðum Skor.
Staðurinn býður upp á bistro matseðil, hamborgara sem innheldur meðal annars tvo 65 gr smassborgara og eru bornir fram keð frönskum og sósu og kosta á bilinu 2.700 og 2.900 krónur.
Einnig eru í boði smærri réttir og til að deila, 10 kjúklingavængi (2.150 kr.), Parmesan franskar (1.500 kr.), laukhringi (1.500 kr.) svo fátt eitt sé nefnt.
Myndir: skorbar.is

-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Sænsku bollurnar – Semlur