Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Skemmtileg nýjung hjá Rauða húsinu á Eyrarbakka

Birting:

þann

viskymatsedill_rauda_husid

 

Rauða húsið á Eyrarbakka ætlar að bjóða uppá nýjungar í haust og hefur sett saman nýjan þriggja rétta matseðil sem er sérstaklega hannaður með viskí í huga.  Boðið verður uppá viskí smakk á undan þar sem gestir fá að smakka mismundi gerðir af eðalvískum aðallega frá Chivas Brothers í skotlandi.

Viskýin og matseðillinn:

Tvíreykt Svínalund carpaccio style
Scapa 16 ára

Nautalund með Chivas Regal, soðsósu og snöggsteiktu rótargrænmeti
Chivas Regal 18 ára

Engifer viskí ís
Aberlour 10 ára

Rauða húsið á Eyrarbakka

Rauða húsið á Eyrarbakka

Þeir félagar Stefán Ólafsson og Stefán Kristjánsson eru nýir rekstraraðilar á hinu rómaða Rauða húsi , en þeir munu taka vel á móti gestum og ekki skemmir verðið á þessari matar og vískí veislu eða aðeins 8900 krónur á manninn, en herlegheitin byrjaði núna í vikunni og verður matseðillinn í boði næstu vikurnar.

Til gamans má geta að Stefán Ólafsson er barþjónn og lærði þau fræði í Hannover í Þýskalandi árið 1997 og hefur unnið til margra verðlauna bæði á sviði kokkteil gerðar og sem viskí sérfræðingur.  Stefán Kristjánsson er matreiðslumaður að mennt.

Það verður gaman að fylgjast vel með þeim félögum og vonandi getum við á veitingageiranum sýnt ykkur myndir af matnum á viský matseðlinum og fleiri uppákomum hjá Rauða húsinu.

 

Myndir: aðsendar

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið