Smári Valtýr Sæbjörnsson
Skemmtileg framsetning á jólamatseðli
Mikið verður um að vera á veitingastöðum CenterHotels um jólin. Á Ísafold Bistro – Bar og SPA verður dýrindis jólaseðill í boði og er seðillinn borinn fram á einstaklega skemmtilegan og öðruvísi máta.
Jólaseðillinn er eftirfarandi en hann er framreiddur á platta sem borinn er fram á borðið þannig að allir geta notið og deilt réttanna saman. Skemmtileg tilbreyting á jólahlaðborðinu í ár:
FORRÉTTUR
Rúgbrauð, maltbrauð, fjölkornabrauð og smjör
Tvær tegundir af síld
Reyktur og grafinn lax með tilheyrandi sósum
Kjúklingalifrapaté með rauðlauksultu
Blíní með kavíar sýrðum rjóma og söxuðum blaðlauk
AÐALRÉTTUR
Lambalæri, hamborgarhryggur og purusteik
Steikt grænmeti, rauðkál, grænar ertur og brasserað smælki
Villisveppasósa, bernaise sósa og rauðvínssósa
Laufabrauð
EFTIRÉTTUR
Ris á l’amande, eplabaka, vanilluís og karamellusósa
Verð kr. 7.800- á mann
Ísafold Bistro er staðsettur á Þingholtsstræti og er því í mikilli nálægð við jólaamstrið á Laugaveginum og því tilvalið að staldra þar við og njóta góðra veitinga í ljúfu andrúmslofti.
Jólaseðill SKÝ Lounge & Bar er sannkallað ljúfmeti, en staðurinn er staðsettur á 8. hæð á CenterHotel Arnahvoli og býður matargestum upp á stórbrotið útsýni yfir jólaljósin í miðborginni og ljósadýrðina í Hörpu tónlistarhúsi.
Á veitingastaðnum er stór verönd sem er tilvalinn staður til að fylgjast með norðurljósunum, fjarri truflun frá götuljósunum.
Girnilegur jólaseðill sem er:
BLÓMKÁLSSÚPA með trufflu olíu – borið fram með brauði og hummus.
SMÁRÉTTABAKKI, rauðrófusíld, birkireyktur lax, hangikjöts tartar- borið fram með brauði.
LAMBAFILLE með smælki kartöflum, steinseljurót, gulrótamauki og SKÝ soðsósu.
SKYR PANNA COTTA með hnetumulning og jarðaberjasósu.
KR.8.500.-
Jólaseðillinn verður í boði allar helgar (frá föstudegi til sunnudags) í desember 2014.
Áramótagleðin hjá SKÝ Lounge & Bar verður ekki síðri og allt er í stakk búið til að kveðja gamla árið og fagna því nýja með pompi og prakt og búið er að útbúa spennandi og veglega áramótaseðla sem í boði verða á gamlárskvöld 31. desember 2014 og 1. janúar 2015:
ANDASALAT með ruccola og karamellu perum með sætri olíu sósu.
LÉTT SALTAÐUR ÞORSKUR með kartöflu mauki og tómat sultu.
NAUTA RIB-EYE með kartöflu köku “pomme anna” sellerírótar purré, fava baunum, og foyoto sósu.
RIZ-A-LA MANDE með ristuðum möndlum og íslenskum bláberjum.
KR.9.100.-
Myndir: aðsendar

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu