Freisting
Sjónvarpskokkar sýknaðir af dýradrápi
Ensku stjörnukokkarnir Gordon Ramsey, sem m.a. stýrði sjónvarpsþættinum Hell’s Kitchen, og Jamie Oliver, sem er hvað þekktastur fyrir sjónvarpsþátt sinn Kokkur án klæða hafa verið sýknaðir um illa meðferð á dýrum eftir að þeir slátruðu dýrum í sjónvarpsþáttum sínum. Oliver slátraði lambi í nýjustu þáttaröð hans, Jamie’s Great Escape, en Ramsey slátraði sex kalkúnum í þættinum F Word.
Það voru sjónvarpáhorfendur sem lögðu inn 57 kvartanir til Ofcom, sem sér um eftirlit með efni í ljósvakamiðlum, um slátrun dýranna í þáttunum sem báðir eru sýndir á Channel 4 í breska ríkissjónvarpinu.
Í þætti Jamies ferðaðist stjörnukokkurinn til Ítalíu en á sveitabæ einum þar í landi var hann beðinn um að velja lamb til slátrunar, sem yrði eldað í kvöldmatinn. Í niðurstöðu Ofcom segir að ljóst hafi verið að Jamie Oliver hafi fundist erfitt að framkvæma verk sitt. Þá segir jafnframt að lambið hafi hvorki streist á móti né látið frá sér óþægileg og truflandi hljóð.
Hvað þátt Ramseys varði séu engin myndskeið af slátrun kalkúnanna sem geti valdið ugg, að sögn Ofcom.
Greint frá á mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt