Freisting
Sjónvarpskokkar sýknaðir af dýradrápi
Ensku stjörnukokkarnir Gordon Ramsey, sem m.a. stýrði sjónvarpsþættinum Hell’s Kitchen, og Jamie Oliver, sem er hvað þekktastur fyrir sjónvarpsþátt sinn Kokkur án klæða hafa verið sýknaðir um illa meðferð á dýrum eftir að þeir slátruðu dýrum í sjónvarpsþáttum sínum. Oliver slátraði lambi í nýjustu þáttaröð hans, Jamie’s Great Escape, en Ramsey slátraði sex kalkúnum í þættinum F Word.
Það voru sjónvarpáhorfendur sem lögðu inn 57 kvartanir til Ofcom, sem sér um eftirlit með efni í ljósvakamiðlum, um slátrun dýranna í þáttunum sem báðir eru sýndir á Channel 4 í breska ríkissjónvarpinu.
Í þætti Jamies ferðaðist stjörnukokkurinn til Ítalíu en á sveitabæ einum þar í landi var hann beðinn um að velja lamb til slátrunar, sem yrði eldað í kvöldmatinn. Í niðurstöðu Ofcom segir að ljóst hafi verið að Jamie Oliver hafi fundist erfitt að framkvæma verk sitt. Þá segir jafnframt að lambið hafi hvorki streist á móti né látið frá sér óþægileg og truflandi hljóð.
Hvað þátt Ramseys varði séu engin myndskeið af slátrun kalkúnanna sem geti valdið ugg, að sögn Ofcom.
Greint frá á mbl.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni3 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Starfsmannavelta21 klukkustund síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað