Freisting
Sjónvarpskokkar sýknaðir af dýradrápi
Ensku stjörnukokkarnir Gordon Ramsey, sem m.a. stýrði sjónvarpsþættinum Hell’s Kitchen, og Jamie Oliver, sem er hvað þekktastur fyrir sjónvarpsþátt sinn Kokkur án klæða hafa verið sýknaðir um illa meðferð á dýrum eftir að þeir slátruðu dýrum í sjónvarpsþáttum sínum. Oliver slátraði lambi í nýjustu þáttaröð hans, Jamie’s Great Escape, en Ramsey slátraði sex kalkúnum í þættinum F Word.
Það voru sjónvarpáhorfendur sem lögðu inn 57 kvartanir til Ofcom, sem sér um eftirlit með efni í ljósvakamiðlum, um slátrun dýranna í þáttunum sem báðir eru sýndir á Channel 4 í breska ríkissjónvarpinu.
Í þætti Jamies ferðaðist stjörnukokkurinn til Ítalíu en á sveitabæ einum þar í landi var hann beðinn um að velja lamb til slátrunar, sem yrði eldað í kvöldmatinn. Í niðurstöðu Ofcom segir að ljóst hafi verið að Jamie Oliver hafi fundist erfitt að framkvæma verk sitt. Þá segir jafnframt að lambið hafi hvorki streist á móti né látið frá sér óþægileg og truflandi hljóð.
Hvað þátt Ramseys varði séu engin myndskeið af slátrun kalkúnanna sem geti valdið ugg, að sögn Ofcom.
Greint frá á mbl.is
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar5 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Keppni7 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





