Bocuse d´Or
Sjáðu keppnisrétti Sigurðar hér – Myndir
Í dag fór fyrri keppnisdagur í Evrópukeppni Bocuse d´Or þar sem Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson keppti fyrir hönd Íslands. Aðstoðarmaður Sigurðar er Gabríel Kristinn Bjarnason og þjálfari er Þráinn Freyr Vigfússon.
Sigurði gekk mjög vel í keppninni og skilaði á tíma bæði fisk-, og kjötréttinum. Alls eru 18 lið sem keppa um að komast í aðalkeppnina sem haldin verður í Lyon í Frakklandi í júní 2021.
Seinni keppnisdagur fer fram á morgun 16. október og einungis 10 lönd sem komast áfram.
Fiskrétturinn
Steinbítur – bakaður í þarasmjöri og borinn fram í rjómalagöguðu soði úr krækling, súrmjólk og sól.
Blómkáls „gel“ tartalette, með heslihnetu vinaigrette og chanterellles: smjörsteikt, rjómalöguð og stökkar kartellur, íslenskt wasabi – gúrka og wasabi blóm.
Kjötrétturinn
Kornhæna: heilsteikt og gljáð, fyllt með sveppum, krydduð með blóðbergi og fennel frjókornum.
Kornhænuegg: kornhænu leggir og lifur, tómatar og garð kryddjurtir.
Kartafla au gratín: bökuð kartafla og mjólkurostur, sósa „au Vin Jaune“.
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
Myndir: bocusedor.com

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið