Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sigurður og Unnur bjóða upp á lúxusgistingu á Akureyri
Sigurður Bjarkason framreiðslumaður hefur staðið í miklum framkvæmdum í sumar við að standsetja hús við Lundargötu 11 á Akureyri sem er hugsað sem lúxusgisting fyrir vandláta. Sigurður og kærasta hans Unnur Magnúsdóttir eru eigendur hússins og hefur framkvæmdin verið þeirra gæluverkefni í um eitt ár, en reiknað er með því að hægt verði að leigja út nú í haust;
„…sumir segja að við komum aldrei til með að leigja – halda að við tímum því ekki hehehe…en ég veit það ekki, en haustið er ágætur tími. Það versta er að við erum svo mikið þarna sjálf að það er aldrei laus helgi“, sagði Sigurður hress í samtali við veitingageirinn.is
Sigurður starfar hjá Mekka Wines&Spirits og er vörumerkjastjóri yfir mörg helstu léttvín sem flutt eru á klakann, Concha y Toro, Tommasi, Codorniu, Mezzacorona, Louis Latour, Trapiche, J.P.Chenet, Mateus, Ruffino og Sandeman svo fátt eitt sé nefnt, en Sigurður og Unnur eru búin að koma upp alveg stórglæsilegan vínkjallara:
Með lúxusgistingu þá verður auðvitað að vera vínkjallari, en hugmyndin er að hafa kjallarann fullan af víni og svo geta gestir fengið sér að vild en þurfa að skila honum eins og þau tóku við honum, sem sagt að kaupa í hann það sem tekið var í Vínbúðinni sem er í næsta húsi.
Við leitum aðalega eftir vel efnuðum leigjendum sem kunna að meta svona húsnæði og ekki síst kunna að umgangast svona eignir. Þetta hentar vel fyrir par eða 2 pör en pláss er fyrir sjö manns ef svo ber undir.
Þetta herbergi var notað sem geymsla sem mér fannst tilvalinn vínkjallari þar sem að útveggir eru á tvo vegu og algjört myrkur. Ég notaði við undan Don Melchor viðarkössum frá Concha Y Toro á gólfið, bjó svo til vínrekka úr viðarkössum sem kom mjög vel út. Á veggjunum er fura sem ég brenndi og það gefur svona kjallarastemmingu. Þetta er mjög lítið herbergi svo til að þetta líti nú aðeins stærra út þá lét ég prenta stóra mynd af vínkjallara í fantagóðum gæðum og setti á vegginn þannig að þetta sýnist vera risa vínkjallari…heppnaðist fullkomlega.
Sagði Sigurður og bætir við;
Til að loka herlegheitunum þá fékk ég gamla fjárhúsahurð frá Hvammstanga og það er mikil og góð öryggistilfinning að hafa hana til að loka vínin af. Það verður pínu bókasafn ásamt karöflum og öðrum nauðsynjahlutum sem þurfa að vera í svona leikherbergi. Þetta herbergi er bara örlítið brot af því sem gerir þetta hús spennandi kost fyrir þá sem vilja öðruvísi gistingu á Akureyri.
Meðfylgjandi myndir eru af Lundargötu 11 á Akureyri, en það var Sigurður Bjarkason sem tók myndirnar og eru þær birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.
Þetta glæsilega hús er við Lundargötu 11 á Akureyri
[googlemap src=“https://maps.google.is/maps?q=11+Lundargata,+Akureyri,+Northeast&hl=en&sll=64.86425,-19.24805&sspn=7.52999,33.815918&oq=lundargata+11&t=h&hnear=Lundargata,+Akureyri&z=16″ width=“600″ height=“200″ align=“aligncenter“ ]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt