Bocuse d´Or
Sigurður Laufdal sigraði í forkeppni Íslands fyrir Bocuse d´Or 2020
Sigurður Laufdal verður næsti kantídat Íslands í forkeppni Bocuse d´Or eftir að hafa sigrað í forkeppninni sem fram fór nú á dögunum hér á Íslandi.
Sigurður mun keppa fyrir Íslands hönd evrópukeppni Bocuse d´Or sem fer fram í Eistlandi 2020.
Þetta er í annað sinn sem að Sigurður keppir í í þessari stærstu matreiðslukeppni heims. Sigurður náði besta árangri Íslands í forkeppi Bocuse d´Or árið 2012 þegar hann landaði 4. sæti og fékk verðlaun fyrir besta fiskréttinn.
Sigurður hefur stefnt að því að keppa aftur síðan hann keppti síðast og mun koma mjög sterkur inn í þessa keppni.
Í forkeppninni kepptu þeir Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson frá Grillinu á Hótel Sögu og Sindri Guðbrandur Sigurðsson frá Silfru á ION Adventure hótel.
Verkefnið var fiskréttur með þorsk sem 40%.
Keppendur fengu svo grænmetis körfu til að vinna úr.
- Keppnisdiskur – Sigurður Laufdal
- Keppnisdiskur – Sindri Guðbrandur Sigurðsson

Dómarar að störfum.
F.v. Friðgeir Ingi Eríksson, Jakob H. Magnússon, Sturla Birgisson, Viktor Örn Andrésson og Sigurdur Helgason
Dómnefnd:
- Yfirdómari Sturla Birgisson
- Viktor Örn Andrésson
- Friðgeir Ingi Eríksson
- Jakob H. Magnússon
- Sigurdur Helgason
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya










