Keppni
Sigraði í kokkaskólakeppni í Róm með íslenskan saltfisk

Kokkaskólakeppnin var haldin í Róm, þar sem sex matriðslunemenar elduðu eigin uppskriftir úr íslenskum saltfiski.
Markaðsverkefnið Seafood from Iceland hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að kynna íslenskan þorsk fyrir ungum matreiðslumönnum í Suður-Evrópu. Snemma í apríl var haldin kokkaskólakeppni í Róm á vegum verkefnisins, þar sem sex matreiðslunemar elduðu eigin uppskriftir úr íslenskum saltfiski.
Þetta er þriðja lokakeppnin á fimm mánuðum í þremur löndum, en áður voru haldnir sambærilegir viðburðir í Madrid í mars sl. og Porto í nóvember 2021.
Keppnisfyrirkomulag
Keppnin fór fram í Istituto Gioberti kokkaskólanum í Róm og einkenndi mikil fagmennska viðburðinn. Keppendurnir komu úr sex mismunandi skólum sem eru staðsettir víðsvegar um Ítalíu: Sorrento, Róm, Tórínó, Cervia, Melfi og Giulianova. Allir skólarnir fengu sendan íslenskan saltfisk og því næst var haldin undankeppni í hverjum skóla fyrir sig og þannig valinn þátttakandi fyrir lokakeppnina í Róm.
Dómnefnd
Í dómnefndinni var valinn maður í hverju rúmi, m.a. ítalski landsliðskokkurinn Lorenzo Alessio og Toti Lange, eigandi á saltfiskveitingastaðnum Baccalaria í Napólí. Þá sátu einnig í dómnefnd þau Donatella Chiappini, ritstjóri fyrir mat og vín hjá einu mest lesna dagblaði Ítalíu, La Repubblica, og ítalski kokkurinn Rocco Paglia sigurvegari Roma Baccala 2021 og eigandi veitingastaðarins MABE í Róm.
Sigurvegari
Diego Di Leva, frá Istituto Specialistico San Paolo kokkaskólanum í Sorrento varð hlutskarpastur í keppninni. Hann hlaut að launum Íslandsferð og mun á næstunni koma til landsins, ásamt kennara sínum, og kynnast landinu sem framleiðir þessa einstöku gæðavöru sem íslenski saltfiskurinn er.
Myndir: islandsstofa.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni







