Keppni
Sigraði í kokkaskólakeppni í Róm með íslenskan saltfisk
![Sigraði í keppni kokkanema í Róm með íslenskan saltfisk](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2022/04/kokkanemar-rom-1024x666.jpg)
Kokkaskólakeppnin var haldin í Róm, þar sem sex matriðslunemenar elduðu eigin uppskriftir úr íslenskum saltfiski.
Markaðsverkefnið Seafood from Iceland hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að kynna íslenskan þorsk fyrir ungum matreiðslumönnum í Suður-Evrópu. Snemma í apríl var haldin kokkaskólakeppni í Róm á vegum verkefnisins, þar sem sex matreiðslunemar elduðu eigin uppskriftir úr íslenskum saltfiski.
Þetta er þriðja lokakeppnin á fimm mánuðum í þremur löndum, en áður voru haldnir sambærilegir viðburðir í Madrid í mars sl. og Porto í nóvember 2021.
Keppnisfyrirkomulag
Keppnin fór fram í Istituto Gioberti kokkaskólanum í Róm og einkenndi mikil fagmennska viðburðinn. Keppendurnir komu úr sex mismunandi skólum sem eru staðsettir víðsvegar um Ítalíu: Sorrento, Róm, Tórínó, Cervia, Melfi og Giulianova. Allir skólarnir fengu sendan íslenskan saltfisk og því næst var haldin undankeppni í hverjum skóla fyrir sig og þannig valinn þátttakandi fyrir lokakeppnina í Róm.
Dómnefnd
Í dómnefndinni var valinn maður í hverju rúmi, m.a. ítalski landsliðskokkurinn Lorenzo Alessio og Toti Lange, eigandi á saltfiskveitingastaðnum Baccalaria í Napólí. Þá sátu einnig í dómnefnd þau Donatella Chiappini, ritstjóri fyrir mat og vín hjá einu mest lesna dagblaði Ítalíu, La Repubblica, og ítalski kokkurinn Rocco Paglia sigurvegari Roma Baccala 2021 og eigandi veitingastaðarins MABE í Róm.
Sigurvegari
Diego Di Leva, frá Istituto Specialistico San Paolo kokkaskólanum í Sorrento varð hlutskarpastur í keppninni. Hann hlaut að launum Íslandsferð og mun á næstunni koma til landsins, ásamt kennara sínum, og kynnast landinu sem framleiðir þessa einstöku gæðavöru sem íslenski saltfiskurinn er.
Myndir: islandsstofa.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita