Keppni
Siggi Strarup og Egill frá MB Taqueria sigruðu í fyrstu Fernet Branca Barback keppnina á Íslandi – Myndir og vídeó frá keppninni

Siggi Strarup Sigurðusson og Egill Pietro Gíslason frá MB Taqueria sigruðu í fyrstu Fernet Branca Barback keppnina á Íslandi.
Á fimmtudaginn s.l. var haldin heldur betur öðruvísi barþjónakeppni á Kaffibarnum, en það var Fernet Branca Barback games. Nær allar barþjónakeppni sem haldnar hafa, eru með það að markmiði að finna hina fullkomnu uppskrift. Þessi keppni tekur hins vegar á hinum verkefnunum sem að viðskiptavinurinn tekur ekki alltaf eftir á veitingastöðunum og eru klárlega á meðal mikilvægustu verkefna veitingastaða.
Í keppninni þarf að hlaupa með bakka, græja klaka, hlaupa með bjórkúta, fylla á kælana og auðvitað allt á methraða.
Virkilega skemmtileg keppni þar sem fjölmargir veitingastaðir víðsvegar af landinu kepptu. Til úrslita kepptu Bastard og MB Taqueria og var hart barist um fyrsta sætið. Það voru síðan þeir Siggi Strarup Sigurðusson og Egill Pietro Gíslason frá MB Taqueria sem sigruðu í fyrstu Fernet Branca Barback keppnina á Íslandi.
Þeir félagar fara í byrjun október að keppa fyrir Íslands hönd á International Fernet Branca barback keppninni í Berlín og ætla sér stóra hluti í keppninni þar í landi.
Vídeó
Myndir
Myndir og vídeó: Ómar Vilhelmsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn








































