Keppni
Siggi Strarup og Egill frá MB Taqueria sigruðu í fyrstu Fernet Branca Barback keppnina á Íslandi – Myndir og vídeó frá keppninni
Á fimmtudaginn s.l. var haldin heldur betur öðruvísi barþjónakeppni á Kaffibarnum, en það var Fernet Branca Barback games. Nær allar barþjónakeppni sem haldnar hafa, eru með það að markmiði að finna hina fullkomnu uppskrift. Þessi keppni tekur hins vegar á hinum verkefnunum sem að viðskiptavinurinn tekur ekki alltaf eftir á veitingastöðunum og eru klárlega á meðal mikilvægustu verkefna veitingastaða.
Í keppninni þarf að hlaupa með bakka, græja klaka, hlaupa með bjórkúta, fylla á kælana og auðvitað allt á methraða.
Virkilega skemmtileg keppni þar sem fjölmargir veitingastaðir víðsvegar af landinu kepptu. Til úrslita kepptu Bastard og MB Taqueria og var hart barist um fyrsta sætið. Það voru síðan þeir Siggi Strarup Sigurðusson og Egill Pietro Gíslason frá MB Taqueria sem sigruðu í fyrstu Fernet Branca Barback keppnina á Íslandi.
Þeir félagar fara í byrjun október að keppa fyrir Íslands hönd á International Fernet Branca barback keppninni í Berlín og ætla sér stóra hluti í keppninni þar í landi.
Vídeó
Myndir
Myndir og vídeó: Ómar Vilhelmsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni21 klukkustund síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati