Keppni
Siggi Strarup og Egill frá MB Taqueria sigruðu í fyrstu Fernet Branca Barback keppnina á Íslandi – Myndir og vídeó frá keppninni

Siggi Strarup Sigurðusson og Egill Pietro Gíslason frá MB Taqueria sigruðu í fyrstu Fernet Branca Barback keppnina á Íslandi.
Á fimmtudaginn s.l. var haldin heldur betur öðruvísi barþjónakeppni á Kaffibarnum, en það var Fernet Branca Barback games. Nær allar barþjónakeppni sem haldnar hafa, eru með það að markmiði að finna hina fullkomnu uppskrift. Þessi keppni tekur hins vegar á hinum verkefnunum sem að viðskiptavinurinn tekur ekki alltaf eftir á veitingastöðunum og eru klárlega á meðal mikilvægustu verkefna veitingastaða.
Í keppninni þarf að hlaupa með bakka, græja klaka, hlaupa með bjórkúta, fylla á kælana og auðvitað allt á methraða.
Virkilega skemmtileg keppni þar sem fjölmargir veitingastaðir víðsvegar af landinu kepptu. Til úrslita kepptu Bastard og MB Taqueria og var hart barist um fyrsta sætið. Það voru síðan þeir Siggi Strarup Sigurðusson og Egill Pietro Gíslason frá MB Taqueria sem sigruðu í fyrstu Fernet Branca Barback keppnina á Íslandi.
Þeir félagar fara í byrjun október að keppa fyrir Íslands hönd á International Fernet Branca barback keppninni í Berlín og ætla sér stóra hluti í keppninni þar í landi.
Vídeó
Myndir
Myndir og vídeó: Ómar Vilhelmsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni19 klukkustundir síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir