Freisting
Siggi Hall kennir alþjóðasamskipti
Tveggja ára verkefni til að auka samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og lífsleikni fólks var hrundið af stað í morgun undir yfirskriftinni Mannauður – upphafið að nýrri framtíð.
Stöð 2 fjallaði um málið í hádegisfréttum í gær, sem greindi frá að nafnið Mannauður er engin tilviljun og vísar í verkefnið Auður í krafti kvenna. Eða eins og sagt var í kynningu á verkefninu í morgun, við erum búin að fixera konurnar nóg – nú er komið að fyrirtækjunum og báðum kynjunum. Markmiðið er, sagði rektor Háskólans í Reykjavík, að blanda saman menntun og skemmtun, auka samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og síðan samkeppnishæfni og lífsleikni einstaklinga.
Efla færni fólks í því sem talið er nauðsynlegt í alþjóðlegu umhverfi framtíðarinnar. Þetta verður gert með ýmsum og nýstárlegum hætti. Haldnir verða hádegisfyrirlestrar, námskeið, stundaðar rannsóknir og efnt til umræðu. Allt verður almenningi opið, ýmist ókeypis eða á hóflegu verði. Til dæmis um nýstárleikann verður Siggi Hall með kvöldverðarboð til að kenna færni í samskiptum á alþjóðlegum viðskiptafundum.
Þá verður settur á fót háskóli fjölskyldunnar þar sem börn og fullorðnir fræðast saman. Fremstu sérfræðingar í leiðtogaþjálfun koma til landsins og fiðluleikari kennir mönnum að hugsa út fyrir kassann. Mannauður er samstarfsverkefni HR, Landsbankans, Deloitte, Morgunblaðsins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.
Mynd: Axel Þorsteinsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars