Freisting
Siggi Gísla hættir á Vox
Þær sögusagnir um að Sigurður Gísla yfirmatreiðslumaður veitingastaðarins Vox á Nordica sé búinn að segja upp starfi sínu, hafa farið um eins og eldur í sinu í veitingabransanum.
Fréttamaður hafði samband við Sigurð eða Sigga eins og hann er kallaður, sem var í rólegheitum í fríhöfninni að skoða sig um ásamt fjölskyldu sinni, en þau eru á leið til Bahamas í smá Páskafrí og verða þar næstu 10 daga. Siggi var hress eins og ávallt og aðspurður um hvort hann væri að fara hætta á Vox svaraði hann játandi, en bætti við að allt væri í góðu. Siggi sagði að nú væri kominn tími til að breyta aðeins til og færa sig á nýjar og spennandi slóðir, en hann hefur unnið á Vox frá því staðurinn opnaði. Til gamans er hægt að skoða myndir rétt fyrir opnun Nordica hótel hér
Að sjálfsögðu var Siggi spurður hvað hann væri að fara gera og því var fljótsvarað, en stefnan er tekin á nýju bygginguna sem staðsett verður á milli Smáralindar og Elko og Rúmfatalagersins, en þar er í smíðum 20 hæða skrifstofubygging og kemur Siggi til með að ráða ríkjum á tveimur efstum hæðunum.
Á 19. hæðinni verður léttur veitingastaður með fiskrétti, kjötrétti, salöt og heilsusamlega rétti fyrir starfsfólk hússins og aðra í hverfinu þar í kring, en á 20. hæðinni verða veislusalir sem bjóða upp á allskyns veislur og að sjálfsögðu glæsilegt útsýni.
Siggi heldur áfram að vinna á Vox í einhvern tíma og síðan tekur við heilmikill undirbúningur fyrir nýja staðinn, sem áætlað er að opni í október n.k.
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta17 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði