Vertu memm

Freisting

Siggi Gísla hættir á Vox

Birting:

þann

Sigurður Gísla Þær sögusagnir um að Sigurður Gísla yfirmatreiðslumaður veitingastaðarins Vox á Nordica sé búinn að segja upp starfi sínu, hafa farið um eins og eldur í sinu í veitingabransanum.

Fréttamaður hafði samband við Sigurð eða Sigga eins og hann er kallaður, sem var í rólegheitum í fríhöfninni að skoða sig um ásamt fjölskyldu sinni, en þau eru á leið til Bahamas í smá Páskafrí og verða þar næstu 10 daga. Siggi var hress eins og ávallt og aðspurður um hvort hann væri að fara hætta á Vox svaraði hann játandi, en bætti við að allt væri í góðu. Siggi sagði að nú væri kominn tími til að breyta aðeins til og færa sig á nýjar og spennandi slóðir, en hann hefur unnið á Vox frá því staðurinn opnaði. Til gamans er hægt að skoða myndir rétt fyrir opnun Nordica hótel hér 

Að sjálfsögðu var Siggi spurður hvað hann væri að fara gera og því var fljótsvarað, en stefnan er tekin á nýju bygginguna sem staðsett verður á milli Smáralindar og Elko og Rúmfatalagersins, en þar er í smíðum 20 hæða skrifstofubygging og kemur Siggi til með að ráða ríkjum á tveimur efstum hæðunum.

Á 19. hæðinni verður léttur veitingastaður með fiskrétti, kjötrétti, salöt og heilsusamlega rétti fyrir starfsfólk hússins og aðra í hverfinu þar í kring, en á 20. hæðinni verða veislusalir sem bjóða upp á allskyns veislur og að sjálfsögðu glæsilegt útsýni.

Siggi heldur áfram að vinna á Vox í einhvern tíma og síðan tekur við heilmikill undirbúningur fyrir nýja staðinn, sem áætlað er að opni í október n.k.

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið