Frétt
SÍA III, framtakssjóður í rekstri Stefnis selur hlut sinn í Reykjavík EDITION hótelinu
SÍA III hefur gengið frá sölu á öllum eignarhlut sínum í Reykjavík EDITION hótelinu í gegnum félagið Mandólín hf. en SÍA III á um 50% hlut í Mandólín sem átti um 70% hlut í Reykjavík EDITION.
Aðrir hluthafar í Mandólín selja einnig hluti sína í félaginu en kaupandi er félag í eigu ADQ, fjárfestingarfélag í Abu Dhabi. Carpenter & Co. sem hefur verið meðeigandi Mandólín í verkefninu, mun halda hlut sínum í félaginu og engar breytingar verða á rekstri Reykjavík EDITION sem áfram verður rekið af Marriott International, að því er fram kemur á vef Stefnis.
Hótelið sem er á margan hátt einstakt og býður upp á þjónustuframboð sem ekki hefur áður verið til staðar hér á landi og mun það hafa mjög jákvæð áhrif á umhverfi sitt og skapa margvísleg tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu og ráðstefnuhald á komandi árum. Salan er því í samræmi við þá sýn SÍA III að hótelið myndi vekja áhuga erlendra langtímafjárfesta sem sjá tækifæri í því að taka þátt í frekari framþróun ferðamannaiðnaðar hér á landi.
Mynd: facebook / Reykjavik Edition hótelið
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi