Frétt
SÍA III, framtakssjóður í rekstri Stefnis selur hlut sinn í Reykjavík EDITION hótelinu
SÍA III hefur gengið frá sölu á öllum eignarhlut sínum í Reykjavík EDITION hótelinu í gegnum félagið Mandólín hf. en SÍA III á um 50% hlut í Mandólín sem átti um 70% hlut í Reykjavík EDITION.
Aðrir hluthafar í Mandólín selja einnig hluti sína í félaginu en kaupandi er félag í eigu ADQ, fjárfestingarfélag í Abu Dhabi. Carpenter & Co. sem hefur verið meðeigandi Mandólín í verkefninu, mun halda hlut sínum í félaginu og engar breytingar verða á rekstri Reykjavík EDITION sem áfram verður rekið af Marriott International, að því er fram kemur á vef Stefnis.
Hótelið sem er á margan hátt einstakt og býður upp á þjónustuframboð sem ekki hefur áður verið til staðar hér á landi og mun það hafa mjög jákvæð áhrif á umhverfi sitt og skapa margvísleg tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu og ráðstefnuhald á komandi árum. Salan er því í samræmi við þá sýn SÍA III að hótelið myndi vekja áhuga erlendra langtímafjárfesta sem sjá tækifæri í því að taka þátt í frekari framþróun ferðamannaiðnaðar hér á landi.
Mynd: facebook / Reykjavik Edition hótelið
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup






