Frétt
SÍA III, framtakssjóður í rekstri Stefnis selur hlut sinn í Reykjavík EDITION hótelinu
SÍA III hefur gengið frá sölu á öllum eignarhlut sínum í Reykjavík EDITION hótelinu í gegnum félagið Mandólín hf. en SÍA III á um 50% hlut í Mandólín sem átti um 70% hlut í Reykjavík EDITION.
Aðrir hluthafar í Mandólín selja einnig hluti sína í félaginu en kaupandi er félag í eigu ADQ, fjárfestingarfélag í Abu Dhabi. Carpenter & Co. sem hefur verið meðeigandi Mandólín í verkefninu, mun halda hlut sínum í félaginu og engar breytingar verða á rekstri Reykjavík EDITION sem áfram verður rekið af Marriott International, að því er fram kemur á vef Stefnis.
Hótelið sem er á margan hátt einstakt og býður upp á þjónustuframboð sem ekki hefur áður verið til staðar hér á landi og mun það hafa mjög jákvæð áhrif á umhverfi sitt og skapa margvísleg tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu og ráðstefnuhald á komandi árum. Salan er því í samræmi við þá sýn SÍA III að hótelið myndi vekja áhuga erlendra langtímafjárfesta sem sjá tækifæri í því að taka þátt í frekari framþróun ferðamannaiðnaðar hér á landi.
Mynd: facebook / Reykjavik Edition hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana