Freisting
Setti maríjúana í kjötbollurnar
Bandarískur lögreglumaður, sem var vikið úr starfi eftir að hann féll á lyfjaprófi, hefur farið í mál í þeim tilgangi að fá vinnuna aftur. Hann segist hafa fallið á prófinu vegna þess að eiginkonan hafi sett maríjúana í kjötbollurnar hans.
Anthony Chiofalo, sem starfaði hjá lögreglunni í New York, hefur farið fram á það við Hæstarétt Manhattan að brottrekstrinum verði snúið við.
Honum var vikið úr starfi árið 2005 þegar hann féll á lyfjaprófinu, en þá hafði hann starfað í 22 ár sem lögreglumaður. Lyfjapróf sem þetta er framkvæmt með reglulegu millibili.
Eiginkona hans sagði við rannsóknarlögreglumenn að hún hafi laumað efnunum í kjötbollurnar hans í þeirri von að eiginmaður hennar yrði neyddur til þess að fara á eftirlaun. Lögreglunni í New York þótti sagan hinsvegar ekki vera trúverðug.
Lögreglumaðurinn og eiginkona hans hafa hinsvegar staðist lygapróf, en þar voru þau spurð út í það hvernig maríjúanað komst í blóðkerfi Chiofalos.
Greint frá á Mbl.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt5 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum