Frétt
Selja Bretum svikið fish & chips
Veitingamenn á hinum hefðbundnu bresku fiskveitingahúsum hafa ítrekað verið staðnir að því að selja leirgeddu frá Víetnam sem þorsk.
Það er svo sem ekki bragðið af leirgeddunni (lat. pangasius hypophthalmus) sem menn eru endilega að setja fyrir sig. Þetta er vinsæll matfiskur, hvort tveggja í Austurlöndum sem í Evrópu. Hann fæst víða í stórmörkuðum í Bretlandi og Frakklandi og þykir hin besta fæða.
Það sem fer hins vegar illilega fyrir brjóstið á kreppuhrjáðum Bretum er að þegar þeir leyfa sér að setjast að fiski og frönskum á einu af þeim 11.000 veitingahúsum sem bjóða upp á þennan þekkta breska rétt skuli reikningurinn vera sá sami þrátt fyrir að inni í orlýdeiginu leynist leirgedda en ekki þorskur.
Út úr búð er verðmunurinn nefnilega verulegur, um þúsund krónur fyrir kílógrammið af leirgeddu en tæpar 2.500 fyrir þorskkílóið. Ekki bætir svo úr skák að þjónninn ber leirgedduna á borð án þess að gera minnsta fyrirvara um að þarna sé ekki á ferðinni þorskur en samkvæmt hefðinni er hann alla jafna uppistaða réttarins.
Eftir að glöggir viðskiptavinir uppgötvuðu vörusvikin og breska matvælaeftirlitið komst í málið gæti þetta þó farið að breytast. Nú hefur einn veitingamaður verið dæmdur til að greiða nokkur þúsund pund í sekt og ljóst þykir að málin verði fleiri. Margir hafa þó þegar séð að sér og eru farnir að bjóða sérstaklega upp á leirgeddu, gegn mun vægara verði.
Greint frá á Visir.is
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or11 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or3 klukkustundir síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or6 klukkustundir síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun