Vertu memm

Freisting

Segir ekki ónæði af nálægð við Langa Manga á Ísafirði

Birting:

þann

Ingi Þór Stefánsson hefur skrifað Erlingi Tryggvasyni opið bréf vegna málefna veitingastaðarins Langa Manga á Ísafirði, en eins og kunnugt er hefur Erlingur ítrekað kvartað undan ónæði því sem hann segir vera af staðnum. Erlingur er íbúi að Aðalstræti 24, en Ingi Þór er eigandi Aðalstrætis 22, hússins sem Langi Mangi er í og íbúðanna þar fyrir ofan.

Sjálfur býr Ingi Þór beint fyrir ofan staðinn og segir hann í bréfi sínu að hann upplifi ekki sams konar ónæði og Erlingur, sem býr á efri hæð hússins við hliðina. „Sem eigandi hússins og íbúi á hæðinni fyrir ofan staðinn skil ég ekki alveg hvaðan allur þessi hávaði á að koma sem truflar þig svona mikið“, segir m.a. í bréfinu. Þá bendir Ingi á að óeinangrað sé á milli hæða hjá sér, og segir börn sín aldrei hafa vaknað um nætur eða átt erfitt með að festa svefn. Ingi bendir bendir einnig á að húsið sem Erlingur býr í sé steinhús, á meðan hann deili sjálfur viðarhúsi með Langa Manga. Bréf Inga Þórs má lesa í heild sinni í aðsendum greinum bb.is.

Eins og sagt var frá í morgun ítrekaði lögfræðingur Erlings fyrir skemmstu beiðni um að gerð yrði úttekt á húsnæðinu. Bæjarráð fjallaði um málið og sagði margar úttektir þegar hafa verið gerðar og að staðurinn starfaði eftir leyfi frá þar til bærum aðilum. Í byrjun júlí mánaðar ákvað bæjarráð Ísafjarðarbæjar að samþykkja að gefið yrði út vínveitingaleyfi til Langa Manga til 13. mars á næsta ári, og hefur staðurinn veitingaleyfi til sama tíma og skemmtanaleyfi til 29. júní á næsta ári.

Greint frá Vestfirska vefnum bb.is

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið