Freisting
Segir ekki ónæði af nálægð við Langa Manga á Ísafirði
Ingi Þór Stefánsson hefur skrifað Erlingi Tryggvasyni opið bréf vegna málefna veitingastaðarins Langa Manga á Ísafirði, en eins og kunnugt er hefur Erlingur ítrekað kvartað undan ónæði því sem hann segir vera af staðnum. Erlingur er íbúi að Aðalstræti 24, en Ingi Þór er eigandi Aðalstrætis 22, hússins sem Langi Mangi er í og íbúðanna þar fyrir ofan.
Sjálfur býr Ingi Þór beint fyrir ofan staðinn og segir hann í bréfi sínu að hann upplifi ekki sams konar ónæði og Erlingur, sem býr á efri hæð hússins við hliðina. Sem eigandi hússins og íbúi á hæðinni fyrir ofan staðinn skil ég ekki alveg hvaðan allur þessi hávaði á að koma sem truflar þig svona mikið, segir m.a. í bréfinu. Þá bendir Ingi á að óeinangrað sé á milli hæða hjá sér, og segir börn sín aldrei hafa vaknað um nætur eða átt erfitt með að festa svefn. Ingi bendir bendir einnig á að húsið sem Erlingur býr í sé steinhús, á meðan hann deili sjálfur viðarhúsi með Langa Manga. Bréf Inga Þórs má lesa í heild sinni í aðsendum greinum bb.is.
Eins og sagt var frá í morgun ítrekaði lögfræðingur Erlings fyrir skemmstu beiðni um að gerð yrði úttekt á húsnæðinu. Bæjarráð fjallaði um málið og sagði margar úttektir þegar hafa verið gerðar og að staðurinn starfaði eftir leyfi frá þar til bærum aðilum. Í byrjun júlí mánaðar ákvað bæjarráð Ísafjarðarbæjar að samþykkja að gefið yrði út vínveitingaleyfi til Langa Manga til 13. mars á næsta ári, og hefur staðurinn veitingaleyfi til sama tíma og skemmtanaleyfi til 29. júní á næsta ári.
Greint frá Vestfirska vefnum bb.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Pistlar21 klukkustund síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Bocuse d´Or2 klukkustundir síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Keppni3 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





