Viðtöl, örfréttir & frumraun
Samkaup kaupir 38 prósenta hlut í Kjötkompaní
Samkaup hefur fest kaup á 38 prósenta hlut í Kjötkompaní. Með þessum viðskiptum hyggjast fyrirtækin efla samstarf sitt og leggja aukna áherslu á að þróa fjölbreyttar vörur fyrir íslenskan markað, ekki síst á sviði tilbúinna rétta og kjötvara, að því er fram kemur í tilkynningu.
Samkaup rekur í dag 65 verslanir um allt land undir merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar og Krambúðarinnar. Í kjölfar samningsins verður úrval Kjötkompanís sýnilegra í hillum þessara verslana og jafnframt verður boðið upp á vörur frá Matarbúri, sem er í eigu Kjötkompanís og sérhæfir sig í tilbúnum réttum.

Samkaup rekur í dag 65 verslanir um allt land undir merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar og Krambúðarinnar.
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Samkaupa, segir að markmiðið með samstarfinu sé að auðga vöruúrvalið og bjóða viðskiptavinum meiri fjölbreytni.
„Tíminn er dýrmætur og við viljum auðvelda daglegt líf viðskiptavina okkar með úrvali af hágæða kjötvörum og spennandi tilbúnum réttum. Kjötkompaní hefur byggt upp öflugt vörumerki frá stofnun árið 2009 og er mikilvægur samstarfsaðili fyrir okkur,“
segir hún.
Jón Örn Stefánsson, matreiðslumeistari og eigandi Kjötkompanís, lýsir mikilli eftirvæntingu hjá sínu fólki gagnvart nýjum verkefnum.
„Við munum leggja áherslu á fjölbreytt úrval tilbúinna rétta, gæða kjötvörur og meðlæti undir okkar eigin vörumerki Kjötkompaní, ásamt nýju vörumerkinu Matarbúrið. Samstarfið við Samkaup gerir okkur kleift að ná til allra landsmanna og færa vörurnar okkar nær heimilunum.
Við lítum á þetta sem einstakt tækifæri til að gera matargerðina einfaldari, fjölbreyttari og bragðmeiri,“
segir hann.
Samningurinn tekur gildi að undangenginni áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt23 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






