Vertu memm

Frétt

Saltfiskvika um allt land 4. – 15. september – „gleymda“ sælkeravaran

Birting:

þann

Saltfiskvika - Logo

Blásið verður til Saltfiskviku á veitingastöðum hringinn í kringum landið dagana 4. – 15. september nk. Alls taka 13 veitingastaðir þátt í viðburðinum – allir með a.m.k. einn saltfiskrétt á matseðlinum. Gestakokkar frá Ítalíu, Spáni og Portúgal eru jafnframt væntanlegir sem munu elda á völdum stöðum. Einnig Instagram leikur þar sem hægt er að vinna ferð til Barcelona.

Markmiðið með Saltfiskvikunni er að gera þessari einni verðmætustu útflutningsafurð Íslands hærra undir höfði og auka veg hennar heima fyrir.

Gestakokkar frá Ítalíu, Spáni og Portúgal + 13 veitingastaðir

Löng hefð og saga er fyrir vinnslu saltfisks hér á landi en áður fyrr var öðru fremur notast við saltið til að lengja geymsluþol. Í dag er saltið hins vegar notað til að framleiða sælkeravöru sem nýtur mikilla vinsælda víða um lönd – jafnt um jól, páska sem og aðra daga.

Í tilefni Saltfiskvikunnar eru þrír gestakokkar væntanlegir til landsins, þau; Carlota Claver frá Spáni, Diogo Rocha frá Portúgal og Lorenzo Alessio frá Ítalíu. Munu þau kynna hvernig hægt er að matreiða saltfisk hvert með sínu sniði en öll eiga þau það sameiginlegt að koma frá löndum þar sem saltfiskurinn er í hávegum hafður. Gestakokkarnir munu einnig skipta sér á hluta veitingastaðanna sem taka þátt í Saltfiskvikunni og elda á meðan þeir dvelja hér.

Um gestakokkana þrjá:

Lorenzo Alessio er margverðlaunaður matreiðslumaður og hefur m.a. starfað á Michelin stöðum auk þess sem að vera meðlimur í ítalska kokkalandsliðinu. Lorenzo er mikill Íslandsvinur en um árabil hefur hann kynnt íslenska saltfiskinn á Ítalíu, m.a. í kokkaskólum og víðar. Lorenzo hefur m.a. sótt Ísland heim oftar en einu sinni þar sem hann hefur ferðast um landið og kynnt sér veiðar og mismunandi vinnsluaðferðir saltfisks hér. Frá 2012 hefur Lorenzo stýrt veitingastaðnum á Hotel Roma in Cervia auk þess sem hann sinnir störfum á vegum Sambands ítalskra matreiðslumanna (Italian Chef´s Federation).

Carlota Claver – Þrátt fyrir ungan aldur býr Carlota Claver af mikilli reynslu sem matreiðslumaður en að eigin sögn var áhugi hennar á mat og matargerð kveiktur hjá ömmu hennar og móður. Carlota lærði til matreiðslumanns við Hoffman Hospitality School. Carlota stýrði í kjölfarið veitingastöðunum Alba Granados og Alba Paris. Í dag á veitingastaður hennar, La Gormanda, í Barcelona hug hennar og hjarta – þar sem hún matreiðir m.a. íslenskan saltfisk.

Diogo Rocha er þekktur matreiðslumaður í Portúgal. Auk þess að hafa gefið út matreiðslubækur starfar hann í dag á veitingastaðnum Mesa de Lemos í bænum Silgueiros (u.þ.b. 90 km austan við Aveiro). Undanfarin ár hefur Diogo tekið þátt í kynningum á íslenska saltfiskinum í Portúgal. Kom hann m.a. að kynningarviðburði fyrir almenning í El Corte Inglés stórversluninni í Lissabon, auk þess sem hann hefur tekið þátt í fjölmörgum öðrum viðburðum á vegum markaðsverkefnið um saltaðar þorskafurðir í Suður Evrópu sem Íslandsstofa, í félagi við u.þ.b. 25 framleiðendur og sölufyrirtæki á Íslandi, er framkvæmdaaðili að.

Eftirtaldir veitingastaðir taka þátt í Saltfiskvikunni;

Bacalao bar, Hauganesi

Báran, Þórshöfn

Einsi Kaldi, Vestmannaeyjum

Höfnin, Reykjavík

Hótel Selfoss, Selfossi

Icelandair Hotel Reykjavík Natura, Reykjavík

Auglýsingapláss

Kaffivagninn, Reykjavík

Krauma, Reykholti

Matur og drykkur, Reykjavík

Rub 23, Akureyri

Salthúsið, Grindavík

Tapasbarinn, Reykjavík

Von Mathús, Hafnarfirði

#saltfiskvika á Instagram – ferð til Barcelona í boði

Á meðan á vikunni stendur eru viðskiptavinir sem panta sér saltfiskrétt hjá þátttakendum Saltfiskvikunnar hvattir til að birta mynd á Instagram, merkta myllumerkinu #saltfiskvika. Einn heppinn þátttakandi verður dreginn út og mun sá fá ferð fyrir tvo til Barcelona.

Í mötuneytum, leikskóla og hjá 1, 2 & ELDA

Mötuneyti vinnustaða eru hvött til að bjóða upp á saltfisk í hádeginu meðan á Saltfiskvikunni stendur – enda á hann ekki síður við þá en á kvöldin. Þegar hafa þó nokkrir vinnustaðir ákveðið að vera með og bjóða upp á saltfisk í hádeginu í Saltfiskvikunni, þ.e.; Arion banki, ITS, Marel, Origo, Orkuveitan, Seðlabankinn, Síminn og VÍS. Börnin á leikskólanum Laufásborg munu einnig smakka saltfisk meðan á vikunni stendur en þar mun landsliðskokkurinn Lorenzo Alessio elda. Saltfisk verður einnig að finna í völdum matarpökkum 1, 2 & ELDA í Saltfiskvikunni fyrir áhugasama.

Vonir eru bundnar við að landsmenn nýti tækifærið og gefi saltfiskinum séns – enda sælkeravara sem farið hefur allt of hljótt hérna heima.

Um Saltfiskvikuna:

Að Saltfiskvikunni standa; Matís, Íslandsstofa, Kokkalandsliðið og Félag íslenskra saltfiskframleiðenda. Sjá nánar um íslenska saltfiskinn og Saltfiskvikuna á www.saltfiskvika.is

Kynningarstarf vegna íslenska saltfisksins erlendis:
Frá árinu 2013 hefur Íslandsstofa í samstarfi við Íslenska saltfiskframleiðendur (ÍSF) haldið utan um markaðsverkefni þar sem íslenskur saltfiskur er kynntur í Suður Evrópu undir yfirskriftinni „smakkaðu og deildu leyndarmáli íslenska þorsksins“. Markmiðið með verkefninu er að styrkja orðspor og ímynd íslenskra saltfisks sem úrvalshráefnis, bæði með því að vekja athygli á upprunanum og sérstöðu hvað varðar gæði og hreinleika.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið