Uncategorized
Salan á jólaöli Carlsberg slær met
Jólin lofa góðu fyrir Carlsberg bruggverksmiðjurnar því fram að þessu hefur salan á jólaöli þeirra, Tuborg Julebryg, slegið öll met. Julebryg var sett á markaðinn fyrir tveimur vikum og hingað til er salan um 20% meiri en á sama tíma í fyrra.
Flest brugghúsin í Danmörku setja sérstak jólaöl á markaðinn um tveimur mánuðum fyrir jól. Sú samkeppni hefur ekki slegið á söluna hjá Carlsberg. Að vísu ber að nefna að ölið Carls Jul kom ekki á markaðinn í ár og að teknu tilliti til þess hefur jólaölsalan hjá Carlsberg stigið samanlagt um 5%.
Carlsberg þakkar hinni miklu sölu m.a. því að á J-dag, fyrir tveimur vikum, heimsóttu öltrukkarnir frá Tuborg um 100 fleiri bari og krár en í fyrra og buðu gestum og gangandi upp á Tuborg Julebryg, en þetta er greint frá á fréttavef Visir.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum