Uncategorized
Salan á jólaöli Carlsberg slær met

Jólin lofa góðu fyrir Carlsberg bruggverksmiðjurnar því fram að þessu hefur salan á jólaöli þeirra, Tuborg Julebryg, slegið öll met. Julebryg var sett á markaðinn fyrir tveimur vikum og hingað til er salan um 20% meiri en á sama tíma í fyrra.
Flest brugghúsin í Danmörku setja sérstak jólaöl á markaðinn um tveimur mánuðum fyrir jól. Sú samkeppni hefur ekki slegið á söluna hjá Carlsberg. Að vísu ber að nefna að ölið Carls Jul kom ekki á markaðinn í ár og að teknu tilliti til þess hefur jólaölsalan hjá Carlsberg stigið samanlagt um 5%.
Carlsberg þakkar hinni miklu sölu m.a. því að á J-dag, fyrir tveimur vikum, heimsóttu öltrukkarnir frá Tuborg um 100 fleiri bari og krár en í fyrra og buðu gestum og gangandi upp á Tuborg Julebryg, en þetta er greint frá á fréttavef Visir.is
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar5 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn1 dagur síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn1 dagur síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn2 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu





